Lífið

Halldór Helga og Stefanía eiga von á sínu fyrsta barni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Halldór og Stefanía eiga von á stelpu.
Halldór og Stefanía eiga von á stelpu.

Snjóbrettakappinn Halldór Helgason og Stefanía Ingadóttir eiga von á sínu fyrsta barni. 

Halldór greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem 57 þúsund manns fylgja honum á miðlinum.

Ef marka má myndina er Stefanía komin nokkuð langt á leið og eiga þau vona á stúlku.

„Látum raunverulegu óreiðuna byrja hvað úr hverju,“ segir Halldór í færslunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.