Sport

Katrín áfram í öðru sætinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín Tanja tekur á því í Bandaríkjunum.
Katrín Tanja tekur á því í Bandaríkjunum. YOUTUBE SÍÐA CROSSFIT GAMES

Katrín Tanja Davíðsdóttir heldur í annað sætið á heimsmeistaramótinu í CrossFit sem fer fram í Bandaríkjunum.

Sjöunda greinin hét „Snatch Speed triple“. Þar var okkar kona í þriðja sætinu og fékk hún þar af leiðandi 50 stig fyrir að taka bronsið í sjöundu greininni.

Brooke Wells lenti í öðru sætinu en Tia-Clair Toomey, ríkjandi heimsmeistari, vann þessa grein eins og fjórar aðrar.

Tia-Clair Toomey er í efsta sætinu með 570 stig, Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sætinu með 390 stig og Brooke Wells er í þriðja sætinu með 350 stig.

Haley Adams er fjórða með 425 stig sem og Kari Pearce en tvær greinar eru eftir í dag áður en lokadagurinn rennur upp á morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.