Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2020 14:23 Úr Skagafirði. Ljósmyndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. Bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist nú til að farga hátt í 800 kindum vegna málsins en gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Bændur á nærliggjandi svæðum óttast því mjög að smit sé orðið útbreitt. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir, hefur sent frá sér sýni frá þónokkrum bæjum þar sem grunur er um smit. „Við erum að reyna að ná betur utan um stöðuna og erum búin að senda sýni til rannsóknar úr gripum sem hafa verið fluttir frá Stóru ökrum og erum bara að bíða eftir niðurstöðum“. Sýnin hafa verið send Tilraunastöðinni að Keldum. Von er á bráðabirgðaniðurstöðum í dag en ef sýni reynist jákvætt þarf af rannsaka það nánar og mun endanleg niðurstaða sennilega liggja fyrir á miðvikudag. Aðspurður hvort hann óttist að smit sé komið í mikla dreifingu segir Jón Kolbeinn. „Maður óttast alltaf þegar kemur í ljós að gripir hafi verið fluttir frá bæ sem reyndist vera sýktur því riðusmitefni tekur svo langan tíma að byggjast upp, safnast í heilavef og þeim vef sem við greinum svo úr. Þessi ær sem greindist með veikina á Stóru-Ökrum var þriggja vetra en það er möguleiki að hún hafi smitast á fyrsta ári. Það gerir alla rakningu erfiðari fyrir okkur“. Jón Kolbeinn segir aftur á móti að það sem hafi auðveldað smitrakningu sé hversu samviskusamir flestir bændur hafi verið með alla skráningu og utanumhald. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, hefur fundað með landbúnaðarnefndinni, héraðsdýralækninum og bændum til að átta sig betur á stöðunni. Hann segir bændur óttast niðurstöðuna því gripasala á milli bæja hafi mikið tíðkast. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús. Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. Bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist nú til að farga hátt í 800 kindum vegna málsins en gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Bændur á nærliggjandi svæðum óttast því mjög að smit sé orðið útbreitt. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir, hefur sent frá sér sýni frá þónokkrum bæjum þar sem grunur er um smit. „Við erum að reyna að ná betur utan um stöðuna og erum búin að senda sýni til rannsóknar úr gripum sem hafa verið fluttir frá Stóru ökrum og erum bara að bíða eftir niðurstöðum“. Sýnin hafa verið send Tilraunastöðinni að Keldum. Von er á bráðabirgðaniðurstöðum í dag en ef sýni reynist jákvætt þarf af rannsaka það nánar og mun endanleg niðurstaða sennilega liggja fyrir á miðvikudag. Aðspurður hvort hann óttist að smit sé komið í mikla dreifingu segir Jón Kolbeinn. „Maður óttast alltaf þegar kemur í ljós að gripir hafi verið fluttir frá bæ sem reyndist vera sýktur því riðusmitefni tekur svo langan tíma að byggjast upp, safnast í heilavef og þeim vef sem við greinum svo úr. Þessi ær sem greindist með veikina á Stóru-Ökrum var þriggja vetra en það er möguleiki að hún hafi smitast á fyrsta ári. Það gerir alla rakningu erfiðari fyrir okkur“. Jón Kolbeinn segir aftur á móti að það sem hafi auðveldað smitrakningu sé hversu samviskusamir flestir bændur hafi verið með alla skráningu og utanumhald. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, hefur fundað með landbúnaðarnefndinni, héraðsdýralækninum og bændum til að átta sig betur á stöðunni. Hann segir bændur óttast niðurstöðuna því gripasala á milli bæja hafi mikið tíðkast. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús.
Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira