Lífið

Ingó deilir persónulegu myndbandi á Facebook

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Færsla sem Ingó birti á Facebook síðu sinni í gærkvöldi hefur hlotið mikla athygli. 
Færsla sem Ingó birti á Facebook síðu sinni í gærkvöldi hefur hlotið mikla athygli.  Vilhelm/Vísir

Ingó Veðurguð deildi myndbandi á Facebook síðu sinni í gærkvöldi þar sem hann sýnir frá stundinni þegar lagið Í kvöld er gigg varð til

Í myndbandinu má sjá Ingó heima hjá sér að spila á gítarinn og það er eins og hann spinni textann jafnóðum við laglínuna. Viðlagið er eins og í lokaútgáfunni af Í kvöld er gigg en erindin eru jafnvel aðeins persónulegri. 

„Hæ öll sömul 

Hér er upptaka frá því þegar ég byrjaði að semja lagið Í kvöld er gigg.

Ég geri þetta ekki oft en geri smá undantekningu núna því í dag er alþjóðlegi“ endurlífgunardagurinn.“

Færslan hefur hlotið mikla athygli og hrósa honum margir í athugasemdum.


Tengdar fréttir

„Gigg sem ég væri til í á hverju kvöldi“

Annað kvöld fer í loftið nýr þáttur á Stöð 2 í umsjón tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar sem er betur þekktur sem Ingó Veðurguð. Þátturinn ber nafnið Í kvöld er gigg, þar sem Ingó býður landsmönnum í partý með sínu uppáhalds tónlistarfólki. 

Dauða­drukkinn á virkum dögum þjakaður af ein­mana­leika

Ingó segir að hann hafi upplifað að hann væri misskilin af kollegum sínum í listageiranum. Hann ræðir einnig um drykkjuna og hvernig hann lék sér að því að vera aleinn blindfullur innan um fólk sem hafði gagnrýnt hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×