Lífið

Ætlar í fram­boð: „Sjálf­stæðis­menn í Garða­bæ vita alveg að ég ætla skipta þeim út“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorkell Máni Pétursson ætlar sér í pólitíkina og það í Garðabænum.
Þorkell Máni Pétursson ætlar sér í pólitíkina og það í Garðabænum. vísir/vilhelm

Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Máni er gestur vikunnar í Einkalífinu. Hann hefur lengi haft mikinn áhuga á stjórnmálum og ekkert feiminn að tjá sig um pólitískar skoðanir sínar. Máni ólst upp á mjög pólitísku heimili og hefur alla tíð verið mikill Garðbæingur.

Máni stefnir að því að fara sjálfur út í stjórnmál.

„Svo ég segi það bara blákalt þá langar mig að fara í framboð. Ég segi oft að ef maður er með hundrað manna samkomu og fólk er spurt í salnum, hverjir vilja fara í framboð? Tíu fyrstu sem rétta upp höndina er ekki rétta fólkið því við vitum af hverju þau ætla sér í framboð.“

Máni ætlar sér í stjórnmál og það á næstu misserum.

„Það er alveg vitað og hefur verið vitað lengi að ég mun fara gegn Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ einn góðan veðurdag. Ég myndi telja það mjög líklegt að ég geri það eftir þessa átján mánuði. Sjálfstæðismenn í Garðabæ vita alveg að ég ætla skipta þeim út og þeir vita að ég mun skipta þeim út. Þó það haldi allir að Garðabær sé svo blár, jú við erum með blátt lið en það er skynsamt fólk í Garðabæ. Ef þú getur unnið Garðabæinn, þá getur þú unnið allt.“

Hann segir að það séu um níutíu prósent líkur á því að hann fari í framboð gegn Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ á allra næstu misserum.

Í þættinum hér að ofan ræðir Máni einnig um Mínustímann og bransasögur, samstarfið með Frosta Logasyni á X-inu, fótboltaáhuga hans, pólitík og margt fleira.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.