Lífið

Hollywood skandalar sem sumir hafa mögulega gleymt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stjörnurnar hafa komið sér í vandræði í gegnum tíðina. 
Stjörnurnar hafa komið sér í vandræði í gegnum tíðina. 

Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir halda úti hlaðvarpinu Teboðið þar sem þær ræða allt það skemmtilega frá Hollywood.

Í nýjasta þættinum fóru þær yfir þá Hollywood skandala sem sumir hafa eflaust gleymt.

Eitt sem vakti athygli þegar söngkonan Ariana Grande sleikti kleinuhring sem var til sölu í bakaríi.

Solange, systur Beyonce, réðist eitt sinn á Jay-Z í lyftu á Standard hótelinu í New York árið 2014. Líklega mun atvikið hafa átt sér stað þegar í ljós kom að Jay-Z hafi verið ótrúr eiginkonu sinni en hann hefur verið giftur Beyonce í nokkur ár.

Justin Bieber heimsótti einu sinni Önnu Frank safnið í Amsterdam og skrifaði Bieber í gestabókina nokkuð sérstaka kveðju. Þar þakkaði hann fyrir sig og sagði að Anna væri frábær kona og vonaðist til að hún hefði verið belieber. Hann var mikið gagnrýndur fyrir það að láta heimsóknina snúast um sjálfan sig.

Svo þegar Kanye West fór upp á svið á verðlaunaafhendingu þegar Taylor Swift vann til verðlauna og sagði að hún hefði alls ekki átt skilið að vinna verðlaun fyrir besta myndbandið. Að mati West átti Beyonce skilið að vinna verðlaunin.

Sunneva og Birta ræddu enn fleiri skandala.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.