Fékk meira en 216 milljónir á hvern leik sem hann spilaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 13:01 Le'Veon Bell þarf ekki að kvarta mikið yfir launum sem hann fékk frá New York Jets þótt að tækifærin inn á vellinum hafi oft verið furðuleg. Getty/Mark Brown NFL-liðið New York Jets lét óvænt hlauparann Le'Veon Bell fara í nótt en hann var aðeins á öðru tímabilinu á fjögurra ára risasamningi sínum við félagið. Það hefur gengið á ýmsu í sambandi New York Jets við hlauparann sinn Le'Veon Bell og í nótt voru báðir aðilar greinilega búnir að fá nóg. New York Jets sagði upp samningi Le'Veon Bell og eftir aðeins nokkra daga má hann semja við hvaða lið sem er í NFL-deildinni. Le'Veon Bell var súperstjarna í NFL-deildinni þegar hann ákvað að sitja heilt tímabil hjá Pittsburgh Steelers af því að félagið vildi ekki gera við hann stóran samning. Le'Veon Bell made $28M in 18 games with the New York Jets. Gamble Won buff.ly/34XrDkDPosted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 13. október 2020 Á endanum fékk hann 52,5 milljón dollara fjögurra ára samning hjá New York Jets en hann hefur aldrei verið nálægt því að sýna það sama og gerði hann að stórstjörnu hjá Pittsburgh Steelers á árunum 2013 til 2017. Leikkerfi New York Jets hentaði Le'Veon Bell ekki vel og þjálfarinn Adam Gase var á móti samningnum frá fyrsta degi. Adam Gase virtist líka vinna gegn stjörnuleikmanninum sem fékk skrýtin tækifæri hjá honum. Á endanum kallaði Bell eftir að vera að skipt frá félaginu en það var bara ekkert félags sem vildi gleypa þennan risasamning hans. Samningur Bell var nefnilega ekki góð fjárfesting fyrir New York Jets því frammistaðan hefur verið slök og hún hefur heldur betur kostað sitt. Le Veon Bell s release leaves behind $15M of dead cap in 2020, & another $4M in 2021 to the #Jets. Bell earned $28M across 18 games played for NY. https://t.co/fSW1DKQWyS https://t.co/DT7pBEkMgB— Spotrac (@spotrac) October 14, 2020 Le'Veon Bell fékk alls 28 milljónir dollara í vasann fyrir þetta eina og hálfa tímabil eða 3,9 milljarða íslenskra króna. Hann var þegar búinn að missa af þremur leikjum á þessari leiktíð vegna meiðsla. Bell náði að spila átján leiki fyrir New York Jets liðið sem þýðir að hann fékk 216 milljónir íslenskra króna fyrir hvern leik sem hann spilaði fyrir félagið. Næsta á dagskrá hjá Le'Veon Bell er að finna sér annað lið og það eru örugglega mörg lið sem eru tilbúin að gera nýjan samning við hann þrátt fyrir að ekkert lið vildi taka yfir inn. Bell ætti enn að geta sýnt ýmislegt hjá liði sem spilar betra kerfi og er ekki með þjálfara sem er á móti honum. Hvaða lið það verður er spennandi að sjá. NFL Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Sjá meira
NFL-liðið New York Jets lét óvænt hlauparann Le'Veon Bell fara í nótt en hann var aðeins á öðru tímabilinu á fjögurra ára risasamningi sínum við félagið. Það hefur gengið á ýmsu í sambandi New York Jets við hlauparann sinn Le'Veon Bell og í nótt voru báðir aðilar greinilega búnir að fá nóg. New York Jets sagði upp samningi Le'Veon Bell og eftir aðeins nokkra daga má hann semja við hvaða lið sem er í NFL-deildinni. Le'Veon Bell var súperstjarna í NFL-deildinni þegar hann ákvað að sitja heilt tímabil hjá Pittsburgh Steelers af því að félagið vildi ekki gera við hann stóran samning. Le'Veon Bell made $28M in 18 games with the New York Jets. Gamble Won buff.ly/34XrDkDPosted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 13. október 2020 Á endanum fékk hann 52,5 milljón dollara fjögurra ára samning hjá New York Jets en hann hefur aldrei verið nálægt því að sýna það sama og gerði hann að stórstjörnu hjá Pittsburgh Steelers á árunum 2013 til 2017. Leikkerfi New York Jets hentaði Le'Veon Bell ekki vel og þjálfarinn Adam Gase var á móti samningnum frá fyrsta degi. Adam Gase virtist líka vinna gegn stjörnuleikmanninum sem fékk skrýtin tækifæri hjá honum. Á endanum kallaði Bell eftir að vera að skipt frá félaginu en það var bara ekkert félags sem vildi gleypa þennan risasamning hans. Samningur Bell var nefnilega ekki góð fjárfesting fyrir New York Jets því frammistaðan hefur verið slök og hún hefur heldur betur kostað sitt. Le Veon Bell s release leaves behind $15M of dead cap in 2020, & another $4M in 2021 to the #Jets. Bell earned $28M across 18 games played for NY. https://t.co/fSW1DKQWyS https://t.co/DT7pBEkMgB— Spotrac (@spotrac) October 14, 2020 Le'Veon Bell fékk alls 28 milljónir dollara í vasann fyrir þetta eina og hálfa tímabil eða 3,9 milljarða íslenskra króna. Hann var þegar búinn að missa af þremur leikjum á þessari leiktíð vegna meiðsla. Bell náði að spila átján leiki fyrir New York Jets liðið sem þýðir að hann fékk 216 milljónir íslenskra króna fyrir hvern leik sem hann spilaði fyrir félagið. Næsta á dagskrá hjá Le'Veon Bell er að finna sér annað lið og það eru örugglega mörg lið sem eru tilbúin að gera nýjan samning við hann þrátt fyrir að ekkert lið vildi taka yfir inn. Bell ætti enn að geta sýnt ýmislegt hjá liði sem spilar betra kerfi og er ekki með þjálfara sem er á móti honum. Hvaða lið það verður er spennandi að sjá.
NFL Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Sjá meira