Lífið

Hægt að nálgast fjölmörg gif úr Eurogarðinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nú má finna 24 gif úr Eurogarðinum á vefnum. 
Nú má finna 24 gif úr Eurogarðinum á vefnum. 

Þættirnir Eurogarðurinn hófust undir lok september á Stöð 2 og hafa þættirnir fengið góðar viðtökur. 

Eins og margir þekkja er vinsælt að svara fólki á samfélagsmiðlum með góðri hreyfimynd eða eins og margir þekkja sem gif. 

Nú má nálgast 24 gif úr Eurogarðinum sem hægt er að nota á öllum samfélagsmiðlum. 

Þættirnir eru á sunnudagskvöldum og fjalla þeir um ævintýri starfsfólksins í Eurogarðinum sem áður hét Fjölskyldu og húsdýragarðurinn en garðurinn var einkavæddur og fékk því nýtt nafn. Hér að neðan má sjá nokkur vel valin gif en hér má sjá þau öll.

    






Fleiri fréttir

Sjá meira


×