Treyjur stelpnanna seldust betur en treyjur karlanna hjá Man. Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 10:31 Tobin Heath og Christen Press eftir fyrsta leikinn með Manchester United sem var á móti Brighton and Hove Albion. Getty/Matthew Ashton Það er óhætt að segja að koma bandarísku heimsmeistaranna Christen Press og Tobin Heath hafi vakið lukku hjá stuðningsmönnum kvennaliðs Manchester United. Kvennalið Manchester United var stofnað 28. maí 2018 og ári síðar var liðið komið upp í úrvalsdeildina. Liðið endaði í fjórða sæti á sínu fyrsta tímabili en markmiðið er að gera enn betur. Sales of Christen Press and Tobin Heath shirts outsold any of those of Manchester United s men s players for the first three days after their high-profile signings [@MikeKeegan_DM]#MUFC pic.twitter.com/6zVZgsJlDK— VAVEL Women s Football (@wosovavel) October 5, 2020 Stórt skref í því var að semja við tvo leikmenn úr heimsmeistaralið Bandaríkjanna en það eru framherjarnir Christen Press og Tobin Heath. Báðar skrifuðu þær undir eins árs samning við liðið 9. september síðastliðinn. Koma þeirra vakti mikla athygli og það sást ekki síst á treyjusölu hjá Manchester United. Í fyrsta skipti í sögu Manchester United þá seldust fleiri treyjur merktar leikmönnum kvennaliðsins en leikmönnum karlaliðsins. Munaði mestu um treyjur merktar þeim Christen Press og Tobin Heath. Þær seldust betur en treyjur karlanna fyrstu þrjá dagana eftir að þær voru tilkynntar sem nýir leikmenn liðsins. Christen Press and Tobin Heath shirts outsold those of every Manchester United men's player for the first three days after their signings, according to @MikeKeegan_DM pic.twitter.com/FXNHhd6B4t— B/R Football (@brfootball) October 5, 2020 Tobin Heath er 32 ára gömul og spilaði síðast með Portland Thorns. Hún varð bandarískur meistari hjá Portland Thorns með Dagnýju Brynjarsdóttur. Tobin Heath hefur skorað 33 mörk í 168 landsleikjum og er bæði tvöfaldur heimsmeistari og tvöfaldur Ólympíumeistari með liðinu. Christen Press er 31 ára gömul og spilaði síðast með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur hjá Utah Royals. Press hefur skorað 58 mörk í 138 landsleikjum og er tvöfaldur heimsmeistari með liðinu. Hún var hins vegar ekki með þegar liðið vann Ólympíugullin 2008 og 2012. Þær eru líka byrjaðar að láta að sér kveða hjá Manchester United en hér fyrir neðan má sjá Tobin Heath leggja upp mark í sigri á Brighton. Þær komu báðar inn á sem varamenn í þessum 3-0 sigri. Assist number of the season for @TobinHeath Goal number of the season for @JaneRoss10 #MUWomen pic.twitter.com/aNeQPG7N0r— Manchester United Women (@ManUtdWomen) October 4, 2020 Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Það er óhætt að segja að koma bandarísku heimsmeistaranna Christen Press og Tobin Heath hafi vakið lukku hjá stuðningsmönnum kvennaliðs Manchester United. Kvennalið Manchester United var stofnað 28. maí 2018 og ári síðar var liðið komið upp í úrvalsdeildina. Liðið endaði í fjórða sæti á sínu fyrsta tímabili en markmiðið er að gera enn betur. Sales of Christen Press and Tobin Heath shirts outsold any of those of Manchester United s men s players for the first three days after their high-profile signings [@MikeKeegan_DM]#MUFC pic.twitter.com/6zVZgsJlDK— VAVEL Women s Football (@wosovavel) October 5, 2020 Stórt skref í því var að semja við tvo leikmenn úr heimsmeistaralið Bandaríkjanna en það eru framherjarnir Christen Press og Tobin Heath. Báðar skrifuðu þær undir eins árs samning við liðið 9. september síðastliðinn. Koma þeirra vakti mikla athygli og það sást ekki síst á treyjusölu hjá Manchester United. Í fyrsta skipti í sögu Manchester United þá seldust fleiri treyjur merktar leikmönnum kvennaliðsins en leikmönnum karlaliðsins. Munaði mestu um treyjur merktar þeim Christen Press og Tobin Heath. Þær seldust betur en treyjur karlanna fyrstu þrjá dagana eftir að þær voru tilkynntar sem nýir leikmenn liðsins. Christen Press and Tobin Heath shirts outsold those of every Manchester United men's player for the first three days after their signings, according to @MikeKeegan_DM pic.twitter.com/FXNHhd6B4t— B/R Football (@brfootball) October 5, 2020 Tobin Heath er 32 ára gömul og spilaði síðast með Portland Thorns. Hún varð bandarískur meistari hjá Portland Thorns með Dagnýju Brynjarsdóttur. Tobin Heath hefur skorað 33 mörk í 168 landsleikjum og er bæði tvöfaldur heimsmeistari og tvöfaldur Ólympíumeistari með liðinu. Christen Press er 31 ára gömul og spilaði síðast með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur hjá Utah Royals. Press hefur skorað 58 mörk í 138 landsleikjum og er tvöfaldur heimsmeistari með liðinu. Hún var hins vegar ekki með þegar liðið vann Ólympíugullin 2008 og 2012. Þær eru líka byrjaðar að láta að sér kveða hjá Manchester United en hér fyrir neðan má sjá Tobin Heath leggja upp mark í sigri á Brighton. Þær komu báðar inn á sem varamenn í þessum 3-0 sigri. Assist number of the season for @TobinHeath Goal number of the season for @JaneRoss10 #MUWomen pic.twitter.com/aNeQPG7N0r— Manchester United Women (@ManUtdWomen) October 4, 2020
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira