Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2020 13:30 Fasteignamat eignarinnar er yfir 200 milljónir. Talið er að svona hús gæti selst á yfir þrjú hundruð milljónir. Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. Húsið var sett á sölu 6.september 2019 og á dögunum festi bandaríska sendiráðið kaup eigninni. Mbl.is greinir frá. Eignin á Sólvallagötu þykir glæsilegt hús í Reykjavík en húsið hefur allt verið endurnýjað á síðustu árum, bæði að utan og innan, auk þess sem lóð var endurgerð og nýr bílskúr byggður. Húsið er 540 fermetrar og var byggt árið 1928. Í því eru 7 svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Óskað var eftir tilboði í eignina en fasteignamat eignarinnar er 201 milljón en Vísir hefur ekki fengið uppgefið kaupverð. Vísir ræddi við fasteignasalan Karl Lúðvíksson á síðasta ári um einmitt þessa eign og sagði hann þá að ef maður skoði sambærilegar eignir eins og eignina við Sólvallagötu og skoði hvað hafi verið að seljast síðastliðin ár þá „hafa eignir verið að seljast á 200 til 300 milljónir en þær eru ekki margar. Það er alltaf bara spurning hver sé á markaðnum sem er tilbúinn að kaupa eign á þessu verðbili í dag,“ sagði Karl á síðasta ári. Sendiráð Bandaríkjanna verið við Laufásveg 21 undanfarin ár en fyrirhugaður er flutningur á skrifstofunum á Engjateig 7. Væntanlega verður eignin við Sólvallagötu sendiherrabústaður Jeffrey Ross Gunter sendiherra. Hingað til hefur sendiherrabústaðurinn verið hluti af húsnæðinu við Laufásveg. Sérstakur sendiherra Nokkur styr hefur staðið um Gunterundanfarna mánuði. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í júlí að Gunter, sem er húðlæknir sem styrkti forsetaframboð Trump árið 2016, hefði falast eftir því að fá að vera vopnaður á Íslandi. Hann óttaðist um öryggi sitt þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að fullvissa hann um að Ísland væri eitt öruggasta land í heimi og ósk hans um vopnaburð gæti verið tekið illa hér á landi. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018.Getty/Bandaríska Sendiráðið Þá hafi Gunter neitað að snúa aftur til Íslands um nokkurra mánaða skeið eftir að hann fór á ráðstefnu í Bandaríkjunum í febrúar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi á endanum skipað Gunter að snúa aftur til Íslands í maí. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi hóf undirskriftasöfnun til að losna við Gunter fyrr á þessu ári og var Grace ein af þeim sem tók þátt í henni. Gagnrýndi hópurinn meðal annars að starfsemi sendiráðsins hefði verið í lamasessi í fleiri mánuði. Hús og heimili Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. Húsið var sett á sölu 6.september 2019 og á dögunum festi bandaríska sendiráðið kaup eigninni. Mbl.is greinir frá. Eignin á Sólvallagötu þykir glæsilegt hús í Reykjavík en húsið hefur allt verið endurnýjað á síðustu árum, bæði að utan og innan, auk þess sem lóð var endurgerð og nýr bílskúr byggður. Húsið er 540 fermetrar og var byggt árið 1928. Í því eru 7 svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Óskað var eftir tilboði í eignina en fasteignamat eignarinnar er 201 milljón en Vísir hefur ekki fengið uppgefið kaupverð. Vísir ræddi við fasteignasalan Karl Lúðvíksson á síðasta ári um einmitt þessa eign og sagði hann þá að ef maður skoði sambærilegar eignir eins og eignina við Sólvallagötu og skoði hvað hafi verið að seljast síðastliðin ár þá „hafa eignir verið að seljast á 200 til 300 milljónir en þær eru ekki margar. Það er alltaf bara spurning hver sé á markaðnum sem er tilbúinn að kaupa eign á þessu verðbili í dag,“ sagði Karl á síðasta ári. Sendiráð Bandaríkjanna verið við Laufásveg 21 undanfarin ár en fyrirhugaður er flutningur á skrifstofunum á Engjateig 7. Væntanlega verður eignin við Sólvallagötu sendiherrabústaður Jeffrey Ross Gunter sendiherra. Hingað til hefur sendiherrabústaðurinn verið hluti af húsnæðinu við Laufásveg. Sérstakur sendiherra Nokkur styr hefur staðið um Gunterundanfarna mánuði. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í júlí að Gunter, sem er húðlæknir sem styrkti forsetaframboð Trump árið 2016, hefði falast eftir því að fá að vera vopnaður á Íslandi. Hann óttaðist um öryggi sitt þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að fullvissa hann um að Ísland væri eitt öruggasta land í heimi og ósk hans um vopnaburð gæti verið tekið illa hér á landi. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018.Getty/Bandaríska Sendiráðið Þá hafi Gunter neitað að snúa aftur til Íslands um nokkurra mánaða skeið eftir að hann fór á ráðstefnu í Bandaríkjunum í febrúar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi á endanum skipað Gunter að snúa aftur til Íslands í maí. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi hóf undirskriftasöfnun til að losna við Gunter fyrr á þessu ári og var Grace ein af þeim sem tók þátt í henni. Gagnrýndi hópurinn meðal annars að starfsemi sendiráðsins hefði verið í lamasessi í fleiri mánuði.
Hús og heimili Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira