Leyfa einum aðstandanda á dag að hitta Covid-sýktan ástvin á Eir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. september 2020 15:17 Starfsfólk Eirar ætlar að fara af stað með heimsóknarverkefni til að rjúfa einangrun þeirra fjögurra íbúa sem hafa smitast af kórónuveirunni. Fyllstu varúðar verður gætt og verða aðstandendur í hlífðarfatnaði frá toppi til táar. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Stjórnendur hjúkrunarheimilisins Eirar hafa ákveðið að leyfa einum aðstandanda á dag að hitta Covid-sýktan ástvin sem dvelur á Covid-deild hjúkrunarheimilisins. Fyllstu varúðar verður gætt og verða aðstandendur í hlífðarfatnaði frá toppi til táar. Fréttastofa greindi frá því í dag að fjórði íbúinn hafi greinst með kórónuveiruna í gær. Tveir starfsmenn hafa einnig smitast af veirunni. Fimm starfsmenn eru í sóttkví vegna tveggja fyrstu tilfellanna á Eir en þrír aðrir íbúar eru einnig í sóttkví. Þórdís Hulda Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar- og gæðamála segir að sem betur fer séu þeir íbúar sem hafi greinst með veiruna annað hvort einkennalitlir eða einkennalausir. „En auðvitað er ákveðin hræðsla, ótti og einmanaleiki. Þetta er rosalega erfitt fyrir þau en þau standa sig öll ótrúlega vel. Þau eru dugleg og það er barátta í þeim.“ Þórdís Hulda segir veikindin einnig fá mikið á aðstandendur íbúanna. Í viðleitni til að rjúfa einangrun þeirra íbúa sem eru veikir ætlar starfsfólkið að fara af stað með heimsóknarverkefni sem hefst strax í dag. „Við erum svo heppin að á þessari Covid-deild er innangengt á tveimur stöðum í húsinu og við ætlum að bjóða einum aðstandanda hinna Covid sýktu upp á heimsókn. Við aðstoðum þau við að fara í fullan hlífðarbúnað svo þau geti hitt ástvin sinn. Heimsóknin verður til hliðar við deildina, þannig að gesturinn kemur hvorki inn á það sem við köllum sýkt svæði né ósýkt svæði heldur inn á hlutlaust heimsóknarsvæði. Þetta skiptir bara svo miklu máli upp á að viðhalda baráttuviljanum og að þau upplifi ekki enn meiri einangrun en þörf er á. Við ætlum allavega að sjá hvernig þetta gengur. Þetta höfum við rætt við yfirlækni smitsjúkdómadeildar og fengum grænt ljós á að þetta sé eitthvað sem við gætum alveg prófað að gera.“ Þórdís segir að afar brýnt sé að fleygja smitskömm. Hér eigi hún ekkert erindi. Starfsfólkið hafi sýnt af sér ósérhlífni, verið með eindæmum sveigjanlegt og duglegt við afar krefjandi aðstæður. „Þessi veira er svo lævís og nú er hún komin í alla kima samfélagsins; skólana, spítalana og vinnustaði. Ef fólk er einkennalítið eða laust þá er svo erfitt að eiga við þetta. Þrátt fyrir að við höfum verið með miklar takmarkanir á heimsóknum og fólkið okkar staðið sig ótrúlega vel og verið í sjálfskipaðri sóttkví utan vinnu er staðreynd málsins engu að síður sú að við þurfum öll að lifa með þessari veiru. Og þar af leiðandi gerir maður bara sitt besta og meira getur maður ekki gert.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Stjórnendur hjúkrunarheimilisins Eirar hafa ákveðið að leyfa einum aðstandanda á dag að hitta Covid-sýktan ástvin sem dvelur á Covid-deild hjúkrunarheimilisins. Fyllstu varúðar verður gætt og verða aðstandendur í hlífðarfatnaði frá toppi til táar. Fréttastofa greindi frá því í dag að fjórði íbúinn hafi greinst með kórónuveiruna í gær. Tveir starfsmenn hafa einnig smitast af veirunni. Fimm starfsmenn eru í sóttkví vegna tveggja fyrstu tilfellanna á Eir en þrír aðrir íbúar eru einnig í sóttkví. Þórdís Hulda Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar- og gæðamála segir að sem betur fer séu þeir íbúar sem hafi greinst með veiruna annað hvort einkennalitlir eða einkennalausir. „En auðvitað er ákveðin hræðsla, ótti og einmanaleiki. Þetta er rosalega erfitt fyrir þau en þau standa sig öll ótrúlega vel. Þau eru dugleg og það er barátta í þeim.“ Þórdís Hulda segir veikindin einnig fá mikið á aðstandendur íbúanna. Í viðleitni til að rjúfa einangrun þeirra íbúa sem eru veikir ætlar starfsfólkið að fara af stað með heimsóknarverkefni sem hefst strax í dag. „Við erum svo heppin að á þessari Covid-deild er innangengt á tveimur stöðum í húsinu og við ætlum að bjóða einum aðstandanda hinna Covid sýktu upp á heimsókn. Við aðstoðum þau við að fara í fullan hlífðarbúnað svo þau geti hitt ástvin sinn. Heimsóknin verður til hliðar við deildina, þannig að gesturinn kemur hvorki inn á það sem við köllum sýkt svæði né ósýkt svæði heldur inn á hlutlaust heimsóknarsvæði. Þetta skiptir bara svo miklu máli upp á að viðhalda baráttuviljanum og að þau upplifi ekki enn meiri einangrun en þörf er á. Við ætlum allavega að sjá hvernig þetta gengur. Þetta höfum við rætt við yfirlækni smitsjúkdómadeildar og fengum grænt ljós á að þetta sé eitthvað sem við gætum alveg prófað að gera.“ Þórdís segir að afar brýnt sé að fleygja smitskömm. Hér eigi hún ekkert erindi. Starfsfólkið hafi sýnt af sér ósérhlífni, verið með eindæmum sveigjanlegt og duglegt við afar krefjandi aðstæður. „Þessi veira er svo lævís og nú er hún komin í alla kima samfélagsins; skólana, spítalana og vinnustaði. Ef fólk er einkennalítið eða laust þá er svo erfitt að eiga við þetta. Þrátt fyrir að við höfum verið með miklar takmarkanir á heimsóknum og fólkið okkar staðið sig ótrúlega vel og verið í sjálfskipaðri sóttkví utan vinnu er staðreynd málsins engu að síður sú að við þurfum öll að lifa með þessari veiru. Og þar af leiðandi gerir maður bara sitt besta og meira getur maður ekki gert.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53
Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03