Lífið

Stúlku­barn Gigi Hadid og Zayn Malik komið í heiminn

Atli Ísleifsson skrifar
Þau Malik og Hadid hafa átt í ástarsambandi, þó með hléum, frá árinu 2015.
Þau Malik og Hadid hafa átt í ástarsambandi, þó með hléum, frá árinu 2015. Getty

Stúlkubarn bandarísku fyrirsætunnar Gigi Hadid og breska söngvarans Zayn Malik, fyrrverandi liðsmanns One Direction, er komið í heiminn.

Hinn 27 ára Malik segir frá fæðingu stúlkunnar á Twitter-síðu sinni þar sem hann birtir mynd í svarthvítu þar sem barnið heldur utan um fingur hans. Segir hann stúlkuna „heilbrigða og fallega“.

Segir hann ennfremur ást sína í garð stúlkunnar svo mikla að hún sé „handan eigin skilnings“.

Hin 25 ára Hadid staðfesti að hún væri með barni í spjallþætti Jimmy Fallon í apríl.

Þau Malik og Hadid hafa átt í ástarsambandi, þó með hléum, frá árinu 2015.

Í frétt BBC segir að Malik sé þriðji í röð liðsmanna One Direction að verða faðir. Louis Tomlinson eignaðist soninn Freddie í janúar 2016 og Liam Payne á soninn Bear með söngkonunni Cheryl.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.