Lífið

Einn stofnenda Four Seasons er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Tommy DeVito (til vinstri), Frankie Valli (miðja) og Bob Gaudio (til hægri). Fjórði liðsmaður Four Seasons, Nick Massi, lést árið 2000.
Tommy DeVito (til vinstri), Frankie Valli (miðja) og Bob Gaudio (til hægri). Fjórði liðsmaður Four Seasons, Nick Massi, lést árið 2000. Getty

Bandaríski söngvarinn og gítarleikarinn Tommy DeVito er látinn, 92 ára að aldri. Hann var einn stofnmeðlima sveitarinnar Four Seasons.

Félagar hans í sveitinni, Frankie Valli og Bob Gaudio, greindu frá láti DeVito, en hann hann lést af völdum Covid-19. Sögðu þeir Valli og Gaudio að DeVito yrði saknað af öllum þeim sem elskuðu hann.

DeVito og Valli hófu samstarf árið 1956 og fjórum árum síðar stofnuðu þeir Four Seasons. Sveitin átt fjölda smella, þar á meðal Oh What a Night, Sherry, Big Girls Don't Cry og Walk Like a Man.

It is with great sadness that we report that Tommy DeVito, a founding member of The Four Seasons, has passed. We send...

Posted by Frankie Valli on Tuesday, 22 September 2020

DeVito var aðalgítarleikari sveitarinnar og söng baríton, en hann hætti í sveitinni árið 1970. Sagðist hann þá þreyttur á endalausum tónleikaferðalögunum.

DeVito og Four Seasons voru tekin inn í Frægðarhöll rokksins árið 1990.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×