Fótbolti

Zlatan skoraði enn eitt tíma­bilið og Andri spilaði í hálftíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan fagnar í kvöld.
Zlatan fagnar í kvöld. vísir/getty

Zlatan Ibrahimovic skoraði bæði mörk AC Milan er Mílanóliðið vann 2-0 sigur á Bologna í kvöld.

Fyrra mark Zlatan kom á 35. mínútu en það síðara úr vítaspyrnu á 50. mínútu. Þetta er tímabil númer 22 sem Svíinn skorar á.

Ekki var mikinn mun að sjá á liðunum úti á vellinum en sá sænski var að endingu munurinn á liðunum.

Andri Fannar Baldursson spilaði síðasta hálftímann hjá Bologna en þetta var leikur í fyrstu umferðinni á Ítalíu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.