Lífið

Guðlaug og Albert eignuðust strák

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þessa mynd birti parið þegar þau tilkynntu að von væri á barni.
Þessa mynd birti parið þegar þau tilkynntu að von væri á barni. Mynd/@gudlaugelisa

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir fyrirsæta eignuðust dreng í nótt. Frá þessu greinir Guðlaug Elísa á Instagram. Þar kemur fram að drengurinn hafi fengið nafnið Guðmundur Leó.

Albert og Guðlaug eru bæði 23 ára og er þetta þeirra fyrsta barn. Þau eru búsett í Hollandi en Albert leikur knattspyrnu með AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni.

Foreldrar Alberts eru knattspyrnulýsandinn og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Guðmundur Benediktsson og Kristbjörg Ingadóttir, fyrrverandi knattspyrnukona. Þau hafa bæði, líkt og sonurinn, leikið með landsliðum Íslands í knattspyrnu.

Hér að neðan má sjá færslu Guðlaugar Elísu þar sem hún greinir frá barnaláninu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.