Allt öðruvísi afmæli en vanalega hjá Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 08:30 Sara Sigmundsdóttir með umboðsmanni sínum Snorra Barón Jónssyni sem átti einmitt afmæli degi áður en hún. Mynd/Instagram Það eru bara nokkrir dagar í heimsleikana og ekki beint rétti tíminn fyrir afmælisveislu. Alla vega ekki fyrir íslensku CrossFit stjörnuna Söru Sigmundsdóttur sm ætlar sér stóra hluti á heimsleikunum í CrossFit í ár. Sara Sigmundsdóttir hélt upp á 28 ára afmælið sitt á dögunum en hún er fædd 12. september 1992. Sara fékk nóg af kveðjum á netinu og annars staðar en hún viðurkenndi að þetta hafi verið öðruvísi afmæli en vanalega enda bara sex dögum fyrir heimsleikana. Það væri ekki slæmt fyrir okkar konu að fá sæti í ofurúrslitum heimsleikana í afmælisgjöf en fyrri hluti heimsleikanna fer fram í gegnum netið og þar keppa besta CrossFit fólk heims um sæti í fimm manna úrslitum. View this post on Instagram My birthday was a bit different than usually as it was 6 days before the @crossfitgames. So no cake and no party, but at least I enjoyed this delicious vegan muffin and I went out for a nice dinner with my friends. Thank you all for the kind wishes A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Sep 13, 2020 at 1:44pm PDT Sara er búin að eiga gott tímabil og hefur verið að æfa mjög vel að undanförnu meðal annars með kollega sínum Björgvini Karli Guðmundssyni. Hún var því ekki að fara kúðra neinu þar með því að borða kræsingar eða halda veislu. „Afmælið mitt var svolítið öðruvísi en vanalega af því að það var núna aðeins sex dögum fyrir heimsleikana í CrossFit. Ég fékk þó að njóta ljúffengrar vegan smáköku og fór síðan út að borða með vinum mínum. Takk fyrir allar vinalegu kveðjurnar,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir ofan. Heimsleikarnir í CrossFit eru vanalega haldnir í byrjun ágúst og keppnistímabilið er svo að byrja aftur í nóvember eða desember. Afmæli Söru hefur því oftast verið á góðum tíma fyrir CrossFit konu og verður það væntanlega aftur á næsta ári þegar hlutirnir verða vonandi komnir í eðlilegra horf. Fyrri hluti heimsleikanna í ár hefst á föstudaginn og eftir keppni á laugardaginn verður ljóst hvaða keppendur enda í sætum 6 til 30 og hvaða fimm keppendur fá að keppa um heimsmeistaratitilinn í næsta mánuði. CrossFit Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sjá meira
Það eru bara nokkrir dagar í heimsleikana og ekki beint rétti tíminn fyrir afmælisveislu. Alla vega ekki fyrir íslensku CrossFit stjörnuna Söru Sigmundsdóttur sm ætlar sér stóra hluti á heimsleikunum í CrossFit í ár. Sara Sigmundsdóttir hélt upp á 28 ára afmælið sitt á dögunum en hún er fædd 12. september 1992. Sara fékk nóg af kveðjum á netinu og annars staðar en hún viðurkenndi að þetta hafi verið öðruvísi afmæli en vanalega enda bara sex dögum fyrir heimsleikana. Það væri ekki slæmt fyrir okkar konu að fá sæti í ofurúrslitum heimsleikana í afmælisgjöf en fyrri hluti heimsleikanna fer fram í gegnum netið og þar keppa besta CrossFit fólk heims um sæti í fimm manna úrslitum. View this post on Instagram My birthday was a bit different than usually as it was 6 days before the @crossfitgames. So no cake and no party, but at least I enjoyed this delicious vegan muffin and I went out for a nice dinner with my friends. Thank you all for the kind wishes A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Sep 13, 2020 at 1:44pm PDT Sara er búin að eiga gott tímabil og hefur verið að æfa mjög vel að undanförnu meðal annars með kollega sínum Björgvini Karli Guðmundssyni. Hún var því ekki að fara kúðra neinu þar með því að borða kræsingar eða halda veislu. „Afmælið mitt var svolítið öðruvísi en vanalega af því að það var núna aðeins sex dögum fyrir heimsleikana í CrossFit. Ég fékk þó að njóta ljúffengrar vegan smáköku og fór síðan út að borða með vinum mínum. Takk fyrir allar vinalegu kveðjurnar,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir ofan. Heimsleikarnir í CrossFit eru vanalega haldnir í byrjun ágúst og keppnistímabilið er svo að byrja aftur í nóvember eða desember. Afmæli Söru hefur því oftast verið á góðum tíma fyrir CrossFit konu og verður það væntanlega aftur á næsta ári þegar hlutirnir verða vonandi komnir í eðlilegra horf. Fyrri hluti heimsleikanna í ár hefst á föstudaginn og eftir keppni á laugardaginn verður ljóst hvaða keppendur enda í sætum 6 til 30 og hvaða fimm keppendur fá að keppa um heimsmeistaratitilinn í næsta mánuði.
CrossFit Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti