Tónlistarmönnum og öðrum listamönnum verða tryggðar bætur Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2020 19:20 Menntamálaráðherra kynnir aðgerðir í næstu viku sem fela í sér greiðslur til tónlistarmanna og annarra listamanna sem hafa verið tekjulausir mánuðum saman án atvinnuleysisbóta. Tónlistarmenn minntu á sig í morgun með þögn á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins í morgun. Selma Björnsdóttir vakti athygli á stöðu tónlistarmanna á útvarpsstöðinni FM 95,7Vísir/Friðrik Þór Fulltrúar frá nýstofnuðu Félagi sjálfstætt starfi tónlistarfólks mættu á útvarpsstöðvarnar klukkan korter í níu í morgun sem spiluðu lagið Þögn eftir Jóhann G. Jóhannsson til að vekja athygli á stöðu sinni. Selma Björnsdóttir söngkona mætti á FM 95,7 og Bubbi Morthens kom á Bylgjuna þar sem hann dró niður alla sleða á hljóðmixernum með táknrænum hætti. „Og ástandið er orðið þannig íbransanum að menn eru að verða gjaldþrota. Menn eiga ekki fyrir reikningum og menn geti ekki borgað,“ sagði Bubbi hlustendum Bylgjunnar að þögninni lokinni. Sjálfur væri hann betur staddur en margir á heiðurslistamannalaunum frá Alþingi. En margt fjölskyldufólk væri að berjast í bökkum. Bubbi Morthens segir margt tónlistarfólk nálgast gjaldþrot og eiga ekki fyrir reikningum.Stöð 2/Friðirk Þór „Yfir 90 prósent eru með núll tekjur og það eru komnir sjö mánuðir. Sjö mánuðir er langur tími án tekna fyrir fólk sem reiðir sig á að þetta sé lifibrauðið þeirra,“ sagði Bubbi þegar hann kom út úr Bítinu á Bylgjunni. Með þögninni á útvarpsstöðvunum hafi verið minnt á hverning tilveran væri án tónlistar. „Þá geta menn bara sett það ísamhengi. Hvernig það yrði. Það hlýtur bara að vera alveg óbærilegt.“ Leiðinlegt líf? „Leiðinlegt líf, já,“ tók rokkkóngurinn undir með fréttamanni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að unnið hafi verið að nokkrum aðgerðum vegna tekjutaps listamanna, meðal annars í samstarfi við tónlistarfólk. „Og þetta verða þannig aðgerðir að það munar um þær fyrir viðkomandi tónlistarmenn og líka þá sem eru í iðnaðainum.“ Mun þetta verða þannig til dæmis að þeir fái einhverjar greiðslur miðað við skattframtöl fyrri ára eða eitthvað slíkt? „Við erum að skoða það. Við munum kynna þessar aðgerðir í næstu viku og það er mikill stuðningur við það sem við erum að vinna að í ríkisstjórninni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Menntamálaráðherra kynnir aðgerðir í næstu viku sem fela í sér greiðslur til tónlistarmanna og annarra listamanna sem hafa verið tekjulausir mánuðum saman án atvinnuleysisbóta. Tónlistarmenn minntu á sig í morgun með þögn á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins í morgun. Selma Björnsdóttir vakti athygli á stöðu tónlistarmanna á útvarpsstöðinni FM 95,7Vísir/Friðrik Þór Fulltrúar frá nýstofnuðu Félagi sjálfstætt starfi tónlistarfólks mættu á útvarpsstöðvarnar klukkan korter í níu í morgun sem spiluðu lagið Þögn eftir Jóhann G. Jóhannsson til að vekja athygli á stöðu sinni. Selma Björnsdóttir söngkona mætti á FM 95,7 og Bubbi Morthens kom á Bylgjuna þar sem hann dró niður alla sleða á hljóðmixernum með táknrænum hætti. „Og ástandið er orðið þannig íbransanum að menn eru að verða gjaldþrota. Menn eiga ekki fyrir reikningum og menn geti ekki borgað,“ sagði Bubbi hlustendum Bylgjunnar að þögninni lokinni. Sjálfur væri hann betur staddur en margir á heiðurslistamannalaunum frá Alþingi. En margt fjölskyldufólk væri að berjast í bökkum. Bubbi Morthens segir margt tónlistarfólk nálgast gjaldþrot og eiga ekki fyrir reikningum.Stöð 2/Friðirk Þór „Yfir 90 prósent eru með núll tekjur og það eru komnir sjö mánuðir. Sjö mánuðir er langur tími án tekna fyrir fólk sem reiðir sig á að þetta sé lifibrauðið þeirra,“ sagði Bubbi þegar hann kom út úr Bítinu á Bylgjunni. Með þögninni á útvarpsstöðvunum hafi verið minnt á hverning tilveran væri án tónlistar. „Þá geta menn bara sett það ísamhengi. Hvernig það yrði. Það hlýtur bara að vera alveg óbærilegt.“ Leiðinlegt líf? „Leiðinlegt líf, já,“ tók rokkkóngurinn undir með fréttamanni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að unnið hafi verið að nokkrum aðgerðum vegna tekjutaps listamanna, meðal annars í samstarfi við tónlistarfólk. „Og þetta verða þannig aðgerðir að það munar um þær fyrir viðkomandi tónlistarmenn og líka þá sem eru í iðnaðainum.“ Mun þetta verða þannig til dæmis að þeir fái einhverjar greiðslur miðað við skattframtöl fyrri ára eða eitthvað slíkt? „Við erum að skoða það. Við munum kynna þessar aðgerðir í næstu viku og það er mikill stuðningur við það sem við erum að vinna að í ríkisstjórninni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira