Lífið

Guðjón og Ingibjörg selja fallega blokkaríbúð í Kópavogi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Þórðarson og Ingibjörg færa sig um set. 
Guðjón Þórðarson og Ingibjörg færa sig um set.  Eignamyndir/Elvar

Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson og Ingibjörg Guðmundsdóttir hafa sett fallega íbúð í Kópavogi á sölu.

Eignin er í fjölbýlishúsi í Lundi og er eignin 120 fermetrar að stærð. Húsið var byggt árið 2015 og því allt mjög nýlegt.

Fasteignamat íbúðarinnar er 66,6 milljónir en ásett verð er 76,9 milljónir.

Alls eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi inni í íbúðinni. Þar má einnig finna yfirbyggðar svalir sem ættu að nýtast vel, sérstaklega hér á Íslandi.

Guðjón Þórðarson er einn reyndasti knattspyrnuþjálfari landsins og hefur hann meðal annars þjálfað ÍA, KA, íslenska landsliðið, Stoke, KR, Start, Barnsley og fleiri lið. Hann tók við Víkingi frá Ólafsvík á miðju tímabili í sumar.

Fallegt fjölbýlishús.
Skemmtileg og björt setustofa. 
Borðstofa, setustofa og eldhúsið allt í einu opnu rými.
Stórt og gott hjónaherbergi.
Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni.
Fallegt og opið eldhús.
Nýlegt og snyrtilegt baðherbergi.
Hér er hægt að njóta lífsins allt árið um kring.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×