Íþróttafélög krefjast breytinga á gölluðu kerfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2020 13:00 Aaron Rodgers (t.v.) er búinn að fá nóg af lögregluofbeldinu og kerfisbundna kynþáttaníðinu í Bandaríkjunum. Stacy Revere/Getty Images Stærstu íþróttalið Wisconsin-ríkis í Bandararíkjunum hafa kallað eftir því að hlutirnir þar í landi breytist eftir að lögreglan skaut mann er hann reyndi að fara inn í bifreið sína. Þar á meðal eru NFL-liðið Green Bay Packers og Milwaukee Bucks sem er nú í miðri úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið er hann reyndi að fara inn í bifreið sína. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í Kenosha vegna morðsins en það er úthverfi í Milwaukee. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, og eitt þekktasta nafnl NFL-deildarinanr hefur einfaldlega fengið nóg. Hann segir að lögin í Bandaríkjunum séu fordómafull gagnvart fólki sem tilheyrir minnihlutahópum. „Það er galli í heildarkerfinu og þangað til vandamálið verður lagað verður þetta alltof algeng sjón í landinu. Fyrir öll okkar sem erum ekki lögreglumenn þá veltum við fyrir okkur hvort það hafi þurft að nota banvænt afl [skotvopn]. Lögin í þessu landi eru úrelt og fordómafull gagnvart minnihlutahópum. Ég held að fólk í valdastöðum þurfi að horfa vel og vandlega á sum þessara kerfa sem eru við lýði,“ sagði Rodgers. „Þó við skiljum að það verði gerð rannsókn á þessu skelfilega atviki, þá erum við mjög áhyggjufull yfir því sem er einfaldlega dæmi um hverju við stöndum frammi fyrir hér í landi: lögregluofbeldi, kerfisbundinn rasismi og óréttlæti gagnvart svörtu fólki,“ segir í yfirlýsingu frá Green Bay. Mike Budenholzer, þjálfari NBA-liðsins Milwaukee Bucks, ræddi skotárásina á blaðamannafundi fyrir fjórða leik Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. „Aftur er ungur svartur maður skotinn af lögreglunni. Við þurfum breytingar, við þurfum að vera betri.“ „Við stöndum með öllu svörtu fólki og viljum að kerfinu verði breytt vegna George Floyd, Breonna Taylor, Sylville Smth, Ernest Lacy, Dontre Hamilton, Tony Robinson, Joel Acevedo og allra hinna óteljandi fórnarlambanna,“ sagði í yfirlýsingu Bucks um málið. Í kjölfar morðsins á George Floyd hafa margir íþróttamenn sem og íþróttafélög í Bandaríkjunum látið í sér heyra og gert þær kröfur að ríkisstjórnin þar í landi breyti því sem virðist meingallað kerfi. Það hefur ekki enn gerst en hver veit nema hlutirnir fari allavega að mjakast í rétta átt undir lok árs. Körfubolti NBA NFL Dauði George Floyd Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
Stærstu íþróttalið Wisconsin-ríkis í Bandararíkjunum hafa kallað eftir því að hlutirnir þar í landi breytist eftir að lögreglan skaut mann er hann reyndi að fara inn í bifreið sína. Þar á meðal eru NFL-liðið Green Bay Packers og Milwaukee Bucks sem er nú í miðri úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið er hann reyndi að fara inn í bifreið sína. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í Kenosha vegna morðsins en það er úthverfi í Milwaukee. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, og eitt þekktasta nafnl NFL-deildarinanr hefur einfaldlega fengið nóg. Hann segir að lögin í Bandaríkjunum séu fordómafull gagnvart fólki sem tilheyrir minnihlutahópum. „Það er galli í heildarkerfinu og þangað til vandamálið verður lagað verður þetta alltof algeng sjón í landinu. Fyrir öll okkar sem erum ekki lögreglumenn þá veltum við fyrir okkur hvort það hafi þurft að nota banvænt afl [skotvopn]. Lögin í þessu landi eru úrelt og fordómafull gagnvart minnihlutahópum. Ég held að fólk í valdastöðum þurfi að horfa vel og vandlega á sum þessara kerfa sem eru við lýði,“ sagði Rodgers. „Þó við skiljum að það verði gerð rannsókn á þessu skelfilega atviki, þá erum við mjög áhyggjufull yfir því sem er einfaldlega dæmi um hverju við stöndum frammi fyrir hér í landi: lögregluofbeldi, kerfisbundinn rasismi og óréttlæti gagnvart svörtu fólki,“ segir í yfirlýsingu frá Green Bay. Mike Budenholzer, þjálfari NBA-liðsins Milwaukee Bucks, ræddi skotárásina á blaðamannafundi fyrir fjórða leik Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. „Aftur er ungur svartur maður skotinn af lögreglunni. Við þurfum breytingar, við þurfum að vera betri.“ „Við stöndum með öllu svörtu fólki og viljum að kerfinu verði breytt vegna George Floyd, Breonna Taylor, Sylville Smth, Ernest Lacy, Dontre Hamilton, Tony Robinson, Joel Acevedo og allra hinna óteljandi fórnarlambanna,“ sagði í yfirlýsingu Bucks um málið. Í kjölfar morðsins á George Floyd hafa margir íþróttamenn sem og íþróttafélög í Bandaríkjunum látið í sér heyra og gert þær kröfur að ríkisstjórnin þar í landi breyti því sem virðist meingallað kerfi. Það hefur ekki enn gerst en hver veit nema hlutirnir fari allavega að mjakast í rétta átt undir lok árs.
Körfubolti NBA NFL Dauði George Floyd Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira