Íþróttafélög krefjast breytinga á gölluðu kerfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2020 13:00 Aaron Rodgers (t.v.) er búinn að fá nóg af lögregluofbeldinu og kerfisbundna kynþáttaníðinu í Bandaríkjunum. Stacy Revere/Getty Images Stærstu íþróttalið Wisconsin-ríkis í Bandararíkjunum hafa kallað eftir því að hlutirnir þar í landi breytist eftir að lögreglan skaut mann er hann reyndi að fara inn í bifreið sína. Þar á meðal eru NFL-liðið Green Bay Packers og Milwaukee Bucks sem er nú í miðri úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið er hann reyndi að fara inn í bifreið sína. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í Kenosha vegna morðsins en það er úthverfi í Milwaukee. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, og eitt þekktasta nafnl NFL-deildarinanr hefur einfaldlega fengið nóg. Hann segir að lögin í Bandaríkjunum séu fordómafull gagnvart fólki sem tilheyrir minnihlutahópum. „Það er galli í heildarkerfinu og þangað til vandamálið verður lagað verður þetta alltof algeng sjón í landinu. Fyrir öll okkar sem erum ekki lögreglumenn þá veltum við fyrir okkur hvort það hafi þurft að nota banvænt afl [skotvopn]. Lögin í þessu landi eru úrelt og fordómafull gagnvart minnihlutahópum. Ég held að fólk í valdastöðum þurfi að horfa vel og vandlega á sum þessara kerfa sem eru við lýði,“ sagði Rodgers. „Þó við skiljum að það verði gerð rannsókn á þessu skelfilega atviki, þá erum við mjög áhyggjufull yfir því sem er einfaldlega dæmi um hverju við stöndum frammi fyrir hér í landi: lögregluofbeldi, kerfisbundinn rasismi og óréttlæti gagnvart svörtu fólki,“ segir í yfirlýsingu frá Green Bay. Mike Budenholzer, þjálfari NBA-liðsins Milwaukee Bucks, ræddi skotárásina á blaðamannafundi fyrir fjórða leik Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. „Aftur er ungur svartur maður skotinn af lögreglunni. Við þurfum breytingar, við þurfum að vera betri.“ „Við stöndum með öllu svörtu fólki og viljum að kerfinu verði breytt vegna George Floyd, Breonna Taylor, Sylville Smth, Ernest Lacy, Dontre Hamilton, Tony Robinson, Joel Acevedo og allra hinna óteljandi fórnarlambanna,“ sagði í yfirlýsingu Bucks um málið. Í kjölfar morðsins á George Floyd hafa margir íþróttamenn sem og íþróttafélög í Bandaríkjunum látið í sér heyra og gert þær kröfur að ríkisstjórnin þar í landi breyti því sem virðist meingallað kerfi. Það hefur ekki enn gerst en hver veit nema hlutirnir fari allavega að mjakast í rétta átt undir lok árs. Körfubolti NBA NFL Dauði George Floyd Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira
Stærstu íþróttalið Wisconsin-ríkis í Bandararíkjunum hafa kallað eftir því að hlutirnir þar í landi breytist eftir að lögreglan skaut mann er hann reyndi að fara inn í bifreið sína. Þar á meðal eru NFL-liðið Green Bay Packers og Milwaukee Bucks sem er nú í miðri úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið er hann reyndi að fara inn í bifreið sína. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í Kenosha vegna morðsins en það er úthverfi í Milwaukee. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, og eitt þekktasta nafnl NFL-deildarinanr hefur einfaldlega fengið nóg. Hann segir að lögin í Bandaríkjunum séu fordómafull gagnvart fólki sem tilheyrir minnihlutahópum. „Það er galli í heildarkerfinu og þangað til vandamálið verður lagað verður þetta alltof algeng sjón í landinu. Fyrir öll okkar sem erum ekki lögreglumenn þá veltum við fyrir okkur hvort það hafi þurft að nota banvænt afl [skotvopn]. Lögin í þessu landi eru úrelt og fordómafull gagnvart minnihlutahópum. Ég held að fólk í valdastöðum þurfi að horfa vel og vandlega á sum þessara kerfa sem eru við lýði,“ sagði Rodgers. „Þó við skiljum að það verði gerð rannsókn á þessu skelfilega atviki, þá erum við mjög áhyggjufull yfir því sem er einfaldlega dæmi um hverju við stöndum frammi fyrir hér í landi: lögregluofbeldi, kerfisbundinn rasismi og óréttlæti gagnvart svörtu fólki,“ segir í yfirlýsingu frá Green Bay. Mike Budenholzer, þjálfari NBA-liðsins Milwaukee Bucks, ræddi skotárásina á blaðamannafundi fyrir fjórða leik Bucks og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. „Aftur er ungur svartur maður skotinn af lögreglunni. Við þurfum breytingar, við þurfum að vera betri.“ „Við stöndum með öllu svörtu fólki og viljum að kerfinu verði breytt vegna George Floyd, Breonna Taylor, Sylville Smth, Ernest Lacy, Dontre Hamilton, Tony Robinson, Joel Acevedo og allra hinna óteljandi fórnarlambanna,“ sagði í yfirlýsingu Bucks um málið. Í kjölfar morðsins á George Floyd hafa margir íþróttamenn sem og íþróttafélög í Bandaríkjunum látið í sér heyra og gert þær kröfur að ríkisstjórnin þar í landi breyti því sem virðist meingallað kerfi. Það hefur ekki enn gerst en hver veit nema hlutirnir fari allavega að mjakast í rétta átt undir lok árs.
Körfubolti NBA NFL Dauði George Floyd Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira