Meirihluti barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 13:30 Ein af hverjum þremur stúlkum og einn af hverjum fimm drengjum verða fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur hér á landi. Skjáskot Landssöfnun Barnaheilla fer fram um land allt dagana 24. ágúst til 6. September. Er þetta í fyrsta sinn sem söfnunin er á vegum Barnaheilla, en samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019. Blátt áfram voru með þessa söfnun í 10 ár og er þetta því ellefta árið sem ljósin eru seld fyrir þetta málefni. Eins og kom fram á Vísi í dag ber söfnunin í ár heitið Hjálpumst að við að vernda börn og rennur allur ágóði af sölunni í forvarnafræðslu Verndara barna. „Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. Samkvæmt því verða 1 af hverjum 3 stúlkum og 1 af hverjum 5 drengjum fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Um 90 % barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann. Það getur t.d. verið fjölskyldumeðlimur, vinur, nágranni eða kunningjar,“ segir í tilkynningu um herferðina. Barnahjálp herferðin Hjálpumst að við að vernda börnin, fór af stað í dag. Ljós eru seld til styrktar verkefninu.Getty/Carol Yepes Í kjölfar Covid-19 eru sterkar vísbendingar um að fjölmörg börn muni glíma við afleiðingar faraldursins. Fjöldi tilkynninga vegna heimilisofbeldis og annars ofbeldis hefur marktækt aukist undanfarna mánuði. Í maí 2020 bárust tilkynningar um alls 999 börn en á tímabilinu janúar 2019 - febrúar 2020 voru mest tilkynningar um 874 börn og minnst 622 börn á einum mánuði. „Sýnt hefur verið fram á að börn sem verða fyrir ofbeldi upplifa mikla vanlíðan, eru líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða, geta haft lélega sjálfsmynd og verið með sjálfsvígshugsanir. Á fullorðinsárum koma fram ýmis líkamleg, geðræn og félagsleg vandamál. Með fræðslu til fullorðinna um fyrirbyggjandi leiðir og rétt viðbrögð við einkennum um vanlíðan barna, getum við náð snemma til þessara barna og stuðlað að betri lífsgæðum. Með kaupum á ljósinu hjálpumst við að við að vernda börn.“ Myndband fyrir herferðina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Landssöfnun Barnaheilla fer fram um land allt dagana 24. ágúst til 6. September. Er þetta í fyrsta sinn sem söfnunin er á vegum Barnaheilla, en samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019. Blátt áfram voru með þessa söfnun í 10 ár og er þetta því ellefta árið sem ljósin eru seld fyrir þetta málefni. Eins og kom fram á Vísi í dag ber söfnunin í ár heitið Hjálpumst að við að vernda börn og rennur allur ágóði af sölunni í forvarnafræðslu Verndara barna. „Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. Samkvæmt því verða 1 af hverjum 3 stúlkum og 1 af hverjum 5 drengjum fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Um 90 % barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann. Það getur t.d. verið fjölskyldumeðlimur, vinur, nágranni eða kunningjar,“ segir í tilkynningu um herferðina. Barnahjálp herferðin Hjálpumst að við að vernda börnin, fór af stað í dag. Ljós eru seld til styrktar verkefninu.Getty/Carol Yepes Í kjölfar Covid-19 eru sterkar vísbendingar um að fjölmörg börn muni glíma við afleiðingar faraldursins. Fjöldi tilkynninga vegna heimilisofbeldis og annars ofbeldis hefur marktækt aukist undanfarna mánuði. Í maí 2020 bárust tilkynningar um alls 999 börn en á tímabilinu janúar 2019 - febrúar 2020 voru mest tilkynningar um 874 börn og minnst 622 börn á einum mánuði. „Sýnt hefur verið fram á að börn sem verða fyrir ofbeldi upplifa mikla vanlíðan, eru líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða, geta haft lélega sjálfsmynd og verið með sjálfsvígshugsanir. Á fullorðinsárum koma fram ýmis líkamleg, geðræn og félagsleg vandamál. Með fræðslu til fullorðinna um fyrirbyggjandi leiðir og rétt viðbrögð við einkennum um vanlíðan barna, getum við náð snemma til þessara barna og stuðlað að betri lífsgæðum. Með kaupum á ljósinu hjálpumst við að við að vernda börn.“ Myndband fyrir herferðina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
„Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. 24. ágúst 2020 09:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“