Lífið

Daða Frey ekki lengur spáð sigri í Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið Think about things í Rotterdam 14.maí.
Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið Think about things í Rotterdam 14.maí. Skjáskot

Daða Frey og Gagnamagninu hefur verið spáð sigri í Eurovision alla vikuna samkvæmt helstu veðbönkum en nú er okkur spáð 2. sæti í keppninni. 

Litháum er spáð efsta sætinu sem stendur. Nokkrar þjóðir velja sín framlög um helgina og því gætu hlutirnir breyst töluvert strax eftir helgi. 

Sjá einnig: Tvö síðustu ár sýna að Íslendingar ættu að róa sig

Á mánudaginn var talið að það væru þrettán prósent líkur á sigri Íslendinga í keppninni og hafa líkur Daða Freys lækkað um þrjú prósentustig síðan þá. Nú eru líkurnar um tíu prósent. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.