Innlent

Bíll með fimm ferða­mönnum valt á Land­manna­leið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björgunarfólk frá Hellu fór á vettvang á tveimur bílum.
Björgunarfólk frá Hellu fór á vettvang á tveimur bílum. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð björgunarsveita vegna ferðamanna sem velt höfðu bifreið sinni á Landmannaleið.

Þetta staðfestir Davíð Már Björgvinsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu.

Fjórir farþegar voru í bifreiðinni, ásamt ökumanni. Davíð segir að engin alvarleg slys hafi orðið á fólkinu, en björgunarfólk frá Hellu hafi farið á vettvang á tveimur bílum til þess að hlúa að fólkinu og koma því til byggða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×