Lífið

„Hélt að ég myndi aldrei segja þetta upphátt“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eva Ruza og Hjálmar Örn,hlaupa fyrir Ljósið, þar sem tengdamóðir Hjálmars er í endurhæfingu eftir baráttu við krabbamein.
Eva Ruza og Hjálmar Örn,hlaupa fyrir Ljósið, þar sem tengdamóðir Hjálmars er í endurhæfingu eftir baráttu við krabbamein. Aðsend mynd

„Við Hjálmar munum taka þátt í Reykjavikmaraþoninu Sjitt, hélt eg myndi aldrei segja þetta upphátt,“ skrifar Eva Ruza á Facebook. Skemmtikraftarnir hlaupa til góðs í ár í áheitasöfnuninni í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið í ár. Hlaupinu var aflýst en hlaupararnir geta samt hlaupið sitt hlaup á laugardaginn og styrkt góðan málsstað.

Eva Ruza og Hjálmar ætla að hlaupa einn kílómeter við hlið Steinda, svo ætlar Eva að hlaupa níu kílómetra í viðbót. Eva hefur aldrei hlaupið 10 kílómetra í einu en hræðist ekki þessa áskorun.

Þessir fyndnu vinir hafa ákveðið að styrkja Ljósið, þar sem tengdamóðir Hjálmars er komin þangað í endurhæfingu eftir baráttu við krabbamein.

„Ljósið er gríðarlega mikilvægt stuðningsnet fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Við erum ekki þekktir hlauparar- og hvað þá maraþonhlauparar. En eftir þetta hlaup munu allir þekkja okkur í hlaupagallanum,“ segir Eva.

„Við höfum í raun ekkert peningamarkmið. Markmiðið er að safna sem mestu og klára hlaupið fyrir allar hetjurnar þarna úti. Þannig að ef þið eruð aflögufær þá erum við alveg sátt við hvað sem er. Tvær millur væri reyndar geggjuð tala Stór laugardagur fram undan og okkur hlakkar mikið til.“

Hægt er að heita á þau á síðunni Hlaupastyrkur


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.