Sport

Í beinni í dag: Handbolti, golf, ítalski og spænski boltinn

Sindri Sverrisson skrifar
Romelu Lukaku og Francesco Acerbi ræða málin í leik Inter og Lazio fyrr í mánuðinum.
Romelu Lukaku og Francesco Acerbi ræða málin í leik Inter og Lazio fyrr í mánuðinum. vísir/getty

Þrjú af fjórum efstu liðum ítölsku A-deildarinnar í fótbolta verða í beinni útsendingu á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag. Þar verður einnig golf, íslenskur handbolti og spænskur fótbolti.

Lazio er í 2. sæti ítölsku A-deildarinnar og getur minnkað forskot Juventus í eitt stig með sigri á Genoa í hádeginu. Inter er sex stigum frá toppnum en mætir Sampdoria í dag, og Atalanta, sem er í 4. sæti, mætir Sassuolo eftir frábæra framgöngu sína í Meistaradeild Evrópu í nýliðinni viku.

Valsmenn freista þess að styrkja stöðu sína á toppnum í Olís-deild karla í handbolta með sigri á ÍR í Breiðholti en ÍR-ingar eru í 6. sæti, aðeins fjórum stigum á eftir Valsmönnum nú þegar líður nær úrslitakeppninni.

Á Spáni fara fram tveir lykilleikir í baráttunni um Meistaradeildarsæti í efstu deildinni í fótboltanum. Getafe tekur á móti Sevilla og í kvöld mætast Atlético Madrid og Villarreal.

Loks halda bestu kylfingar heims áfram keppni í Mexíkó þar sem draga fer til tíðinda.

Í beinni í dag:
11.20 Genoa - Lazio (Stöð 2 Sport)
13.50 Atalanta - Sassuolo (Stöð 2 Sport)
17.20 Getafe - Sevilla (Stöð 2 Sport)
18.00 Mexíkóska meistaramótið (Stöð 2 Golf)
19.20 ÍR - Valur (Stöð 2 Sport 2)
19.35 Inter - Sampdoria (Stöð 2 Sport)
19.50 Atlético Madrid - Villarreal (Stöð 2 Sport 3)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.