Enski boltinn

Carrag­her segir stuðnings­menn Liver­pool van­meta Salah

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mo Salah og Carragher.
Mo Salah og Carragher. vísir/getty/samsett

Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að stuðningsmenn uppeldisfélagsins vanmeti Mo Salah og vilji helst losna við hann af stóru stjörnunum sínum.Carragher ræddi um Egyptann fyrir leik Liverpool í gærkvöldi er toppliðið vann 3-2 sigur á West Ham og er með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar.„Með Mo Salah, þá held ég að hann sé vanmetinn. Fyrir utan Liverpool er hann heimsklassaleikmaður en á meðal stuðningsmanna Liverpool held ég að hann sé vanmetinn,“ sagði Carragher í Monday Night Football í gær.„Hann var aldrei að fara skora 47 mörk á þessari leiktíð en ef þú kíkir á samfélagsmiðlanna þá eru Liverpool með sex heimsklassaleikmenn. Alisson, Trent, Van Dijk, Mane, Firmino og Salah.“„Spurðu stuðningsmenn Liverpool hvort að þeir myndu taka stóra summu fyrir einhvern af hinum fimm, fyrir utan Salah, og þeir myndu segja ekki séns. En ef þú spyrð hvort þeir myndu taka 130 milljónir punda fyrir Salah? Já.“

„Hann getur pirrað þig stundum en hann er svo góður. Hann er ekki kantmaður heldur framherji. Hann er reglulega dekkaður þegar hann fær boltann en hann tapar næstum aldrei boltanum í þannig stöðum.“„Það er enginn vafi á því að hann hugsar um sjálfan sig. Þegar hann er í stöðu til þess að skjóta hugsar hann sig um hvort hann geti skorað. Hann kíkir ekki eftir félögunum og það getur verið pirrandi.“„Talandi um mörk og stoðsendingar. Hann leggur líka mikið upp. Hann er með 92 stoðsendingar í heildina og hann er í öðru sæti eftir Messi. Hann spilar 97 leiki og er aldrei meiddur. Hann er þarna í hverri viku. 97 leikir af 102,“ sagði Carragher.Að lokum bætti Carragher við að stuðningsmenn Liverpool ættu að passa sig á því að tala of mikið um að losa sig við Salah og fá Kylian Mbappe eða Jadon Sancho. Það muni taka tíma að koma þeim inn í kerfið og félagið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.