Lífið

Guðrún Árný flytur ábreiðu af lagi Dimmu í Söngvakeppninni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðrún Árný er frábær söngkona eins og hún sýnir í myndbandinu.
Guðrún Árný er frábær söngkona eins og hún sýnir í myndbandinu.

„Skellti mér í stúdíó og tók upp ábreiðu af þessu fallega lagi sem hljómsveitin DIMMA er með í Söngvakeppninni næsta laugardag,“ skrifar söngkonan Guðrún Árný á Facebook og birtir með færslunni myndband þar sem hún flytur ábreiðu af laginu Almyrkvi sem Dimma flytur á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöllinni á laugardagskvöldið.

„Mig langaði að leyfa ykkur að heyra hvað þetta stóra lag verður einlægt og ljúft í einföldum pianobúning. Takk strákar fyrir að semja svona fallegt lag, þið eruð svo mikil dásemd allir sem eitt. Stefán, Silli, Ingo, og Egill Örn (sæti trommarinn).“

Hér að neðan má hlusta á ábreiðu Guðrúnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.