Fengu að hita upp fyrir Ásgeir á Íslendingatónleikum í Osló Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2020 12:30 Gunnar á sviðinu í Osló um helgina. „Lagið fjallar um baráttuna um að halda sér á beinu brautinni. Eitthvað sem margir hafa verið að díla við. Við í bandinu höfum allir átt okkar tímabil þar sem þetta hefur verið vandamál,“ segir Gunnar Valdimarsson sem er í rokksveitinni Gunnar the fifth og frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi við lagið Fell off a ledge. Sveitin hitaði upp fyrir Ásgeir Trausta á tónleikum í Osló um helgina og voru um tólf hundruð manns á tónleikunum og mikið af Íslendingum. „Það var mikið gert grín að Tom, sem spilar á gítar í bandinu, því hann er Breti og skildi ekki allt sem ég sagði. Við náðum salnum svo vel með okkur og tökum þetta gigg með okkur inn í framtíðina. Þetta var geggjað gaman og Ásgeir er svo mikill öðlingur og það var gaman fyrir hina meðlimina að hitta Ásgeir loksins. Við sömdum eitt lag saman í fyrra en hinir tveir í bandinu höfðu ekki hitt hann.“ Gunnar segir að myndbandið sé spaugileg útgáfa af því sem meðlimir bandsins hafa gengið í gegnum. „Við erum allir mjög góðir vinir og atburðir myndbandsins eru svona smá stæling á því sem gerist oft. Þetta var einstaklega fallegur dagur á höfninni. Bróðir minn, hann Kristján, var svo góður að lána okkur tvo báta á höfninni. Annar þeirra er hans og svo á kærastan hans líka bát þarna. Þarna búa þau ásamt köttum og eru búin að skapa sér gott líf.“ Hér má hlusta á nýja plötu Gunnar the fifht en hér að neðan má sjá myndbandið. Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Lagið fjallar um baráttuna um að halda sér á beinu brautinni. Eitthvað sem margir hafa verið að díla við. Við í bandinu höfum allir átt okkar tímabil þar sem þetta hefur verið vandamál,“ segir Gunnar Valdimarsson sem er í rokksveitinni Gunnar the fifth og frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi við lagið Fell off a ledge. Sveitin hitaði upp fyrir Ásgeir Trausta á tónleikum í Osló um helgina og voru um tólf hundruð manns á tónleikunum og mikið af Íslendingum. „Það var mikið gert grín að Tom, sem spilar á gítar í bandinu, því hann er Breti og skildi ekki allt sem ég sagði. Við náðum salnum svo vel með okkur og tökum þetta gigg með okkur inn í framtíðina. Þetta var geggjað gaman og Ásgeir er svo mikill öðlingur og það var gaman fyrir hina meðlimina að hitta Ásgeir loksins. Við sömdum eitt lag saman í fyrra en hinir tveir í bandinu höfðu ekki hitt hann.“ Gunnar segir að myndbandið sé spaugileg útgáfa af því sem meðlimir bandsins hafa gengið í gegnum. „Við erum allir mjög góðir vinir og atburðir myndbandsins eru svona smá stæling á því sem gerist oft. Þetta var einstaklega fallegur dagur á höfninni. Bróðir minn, hann Kristján, var svo góður að lána okkur tvo báta á höfninni. Annar þeirra er hans og svo á kærastan hans líka bát þarna. Þarna búa þau ásamt köttum og eru búin að skapa sér gott líf.“ Hér má hlusta á nýja plötu Gunnar the fifht en hér að neðan má sjá myndbandið.
Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira