Sport

Sara er enn með forystu á Tiu á peningalistanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir hefur átt frábært tímabil og það sést á verðlaunafénu.
Sara Sigmundsdóttir hefur átt frábært tímabil og það sést á verðlaunafénu. Mynd/Instagram/sarasigmunds

Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið sér inn mestan pening til þessa á keppnistímabilinu af öllu CrossFit fólki heimsins. Skiptir þar engu hvort um er að ræða karla eða konur.

Sara varð að sætta sig við annað sætið á eftir Ástralanum Tiu-Clair Toomey á Wodapalooza CrossFit-mótinu í Miami sem lauk um síðustu helgi. Sigur Tiu-Clair Toomey á Wodapalooza dugði henni þó ekki til að komast á toppinn á peningalistanum.

Sara situr þar áfram í efsta sætið og er líka búin að vinna sér meira en hæsti karlinn sem er Patrick Vellner.

Sara hefur þegar unnið sér inn rétt rúmlega 119 þúsund Bandaríkjadali á tímabilinu eða um 15,3 milljónir íslenskra króna.

Hún hefur tæplega fjórtán þúsund dala forskot á Patrick Vellner, efsta karlinn, og hefur síðan unnið sér tæplega 46 þúsund dölum meira en næstefsta konan sem er umrædd Tia-Clair Toomey.

Björgvin Karl Guðmundsson er eini annar Íslendingurinn sem kemst inn á topp tíu listana en hann er í tíunda sætinu hjá körlunum með verðlaunafé upp á 12 þúsund og fimm hundruð Bandaríkjadali.

Sara getur vonandi bætt við þessa upphæð á þessu tímabili en næst á dagskrá hjá henni er Rogue Invitational CrossFit mótið þar sem sigurvegarinn fær 50 þúsund dali.

Hér fyrir má sjá báða topp tíu listana í samantekt Morning Chalk Up.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.