Lífið

„Loksins komin heim með tárin í augunum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur sendir koss út í salinn á Óskarnum á sunnudagskvöldið.
Hildur sendir koss út í salinn á Óskarnum á sunnudagskvöldið. vísir/getty

„Guð minn góður kæru vinir og vandamenn. Ég er loksins komin heim með tárin í augunum að lesa allar kveðjurnar frá ykkur.“

Svona hefst stöðufærsla frá fyrsta Óskarsverðlaunahafa Íslendinga, Hildi Guðnadóttur, á Facebook.

Hún vann Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið og tók við styttunni í Dolby leikhúsinu í Los Angeles.  Hildur er búsett í Berlín og er hún loksins komin heim.

„Ég þakka ykkur öllum frá mínum dýpstu hjartarótum og sendi öllum ástarkveðjur.“



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.