Lífið

Sóli gróf upp gamalt myndband fyrir afmæliskveðju sem hittir beint í mark

Stefán Árni Pálsson skrifar
Allan og Sóli fara á kostum í myndbandinu.
Allan og Sóli fara á kostum í myndbandinu.

Leikstjórinn Allan Sigurðsson á afmæli í dag en hann hefur komið að fjölda þátta í íslensku sjónvarpi og mjög vinamargur drengur.

Einn af vinum hans heitir Sólmundur Hólm Sólmundarson og birti hann einstaklega skemmtilega afmæliskveðju til vinar síns á Facebook í dag. Þar má sjá þá félagana flytja lagið Handbags & Gladrags eftir Rod Stewart en í útgáfu Stereophonics.

Sóli skrifar með færslunni: „Elsku Allan Sigurdsson! Til hamingju með daginn. Þú færð mig ekki til að halda þessu myndbandi lengur frá þjóðinni. Næst verður Björn Bragi með á píanó sem er einmitt það eina sem vantar til að gera þennan flutning fullkominn. Njóttu dagsins, Lanni minn.“

Allan er 34 ára í dag.

Hér að neðan má sjá útgáfu Stereophonics.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.