Lífið

Sóli gróf upp gamalt myndband fyrir afmæliskveðju sem hittir beint í mark

Stefán Árni Pálsson skrifar
Allan og Sóli fara á kostum í myndbandinu.
Allan og Sóli fara á kostum í myndbandinu.

Leikstjórinn Allan Sigurðsson á afmæli í dag en hann hefur komið að fjölda þátta í íslensku sjónvarpi og mjög vinamargur drengur.

Einn af vinum hans heitir Sólmundur Hólm Sólmundarson og birti hann einstaklega skemmtilega afmæliskveðju til vinar síns á Facebook í dag. Þar má sjá þá félagana flytja lagið Handbags & Gladrags eftir Rod Stewart en í útgáfu Stereophonics.

Sóli skrifar með færslunni: „Elsku Allan Sigurdsson! Til hamingju með daginn. Þú færð mig ekki til að halda þessu myndbandi lengur frá þjóðinni. Næst verður Björn Bragi með á píanó sem er einmitt það eina sem vantar til að gera þennan flutning fullkominn. Njóttu dagsins, Lanni minn.“

Allan er 34 ára í dag.

Hér að neðan má sjá útgáfu Stereophonics.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.