Lífið

Veðurfræðingur væntir barns í óveðrinu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Birta Líf á góðri stundu með veðurfræðingum á Veðurstofu  Íslands.
Birta Líf á góðri stundu með veðurfræðingum á Veðurstofu Íslands. Birta Líf

„Sjitt fokk,“ segir veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir en gæti eignast sitt annað barn í miðri sprengilægð. Birta Líf sagði frá þessu á Twitter í gær en hún er starfsmaður hjá Veðurstofu Íslands. Hún er mikil veðuráhugakona og benti á það í dag að sjaldgæft sé að tilkynnt sé um appelsínugula viðvörun með svona löngum fyrirvara eins og gert var í dag.

Síðan Birta tísti um veðrið og óléttuna hefur rauðri viðvörun verið lýst á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi.Djúp lægð nálgast landið og íbúar um allt land eru beðnir um að huga að lausamunum og fara varlega á morgun.

Það er því mjög skiljanlegt að henni þyki óþægilegt að eiga von á barni á sama tíma og óveðrið gengur yfir, en settur dagur hjá henni er á laugardag.

Sóley Tómasdóttir bendir Birtu Líf á það í athugasemd að Ronja Ræningjadóttir hafi verið vellukkað óveðursbarn. Birta Líf á von á dreng og grínast með að hún hafi verið að spá í nafninu Þorbjörn en nú verði það kannski Kári úr þessu.

Veðurstofan hefur fylgst grannt með jarðhræringum á Reykanesi í námunda við fjallið Þorbjörn undanfarnar vikur.

 
 
 
View this post on Instagram

A post shared by Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) on Dec 31, 2019 at 3:54am PSTFrekari upplýsingar um veðrið má finna á hér á Vísi


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.