Lífið

Veðurfræðingur væntir barns í óveðrinu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Birta Líf á góðri stundu með veðurfræðingum á Veðurstofu  Íslands.
Birta Líf á góðri stundu með veðurfræðingum á Veðurstofu Íslands. Birta Líf

„Sjitt fokk,“ segir veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir en gæti eignast sitt annað barn í miðri sprengilægð. Birta Líf sagði frá þessu á Twitter í gær en hún er starfsmaður hjá Veðurstofu Íslands. Hún er mikil veðuráhugakona og benti á það í dag að sjaldgæft sé að tilkynnt sé um appelsínugula viðvörun með svona löngum fyrirvara eins og gert var í dag.

Síðan Birta tísti um veðrið og óléttuna hefur rauðri viðvörun verið lýst á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi.

Djúp lægð nálgast landið og íbúar um allt land eru beðnir um að huga að lausamunum og fara varlega á morgun.

Það er því mjög skiljanlegt að henni þyki óþægilegt að eiga von á barni á sama tíma og óveðrið gengur yfir, en settur dagur hjá henni er á laugardag.

Sóley Tómasdóttir bendir Birtu Líf á það í athugasemd að Ronja Ræningjadóttir hafi verið vellukkað óveðursbarn. Birta Líf á von á dreng og grínast með að hún hafi verið að spá í nafninu Þorbjörn en nú verði það kannski Kári úr þessu.

Veðurstofan hefur fylgst grannt með jarðhræringum á Reykanesi í námunda við fjallið Þorbjörn undanfarnar vikur.

 
 
 
View this post on Instagram

A post shared by Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) on


Frekari upplýsingar um veðrið má finna á hér á Vísi


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.