Innlent

Draugaborgin Reykjavík

Samúel Karl Ólason skrifar
Samanburður á stöðunni á Reykjanesbraut skömmu eftir klukkan átta í dag, og fyrir nokkrum vikum.
Samanburður á stöðunni á Reykjanesbraut skömmu eftir klukkan átta í dag, og fyrir nokkrum vikum. Vísir/Vilhelm

Fáir hafa verið á ferli á höfuðborgarsvæðinu í morgun vegna aftakaveðurs sem gengur nú yfir sunnanvert landið. Fyrirtæki og stofnanir víða opna ekki fyrr en veðrið er gengið niður og hefur kennsla verið felld niður. Fólk hefur víðast hvar verið hvatt til að halda sig heima, hafi það tök á.

Sjá einnig: Þetta fellur niður eða raskast vegna ó­veðursins

Gífurlegur munur er á umferðinni nú í morgun og undanfarna daga.

Myndin hægra megin í tólinu hér að neðan var tekin skömmu eftir átta í morgun og myndin vinstra megin var tekin á sambærilegum tíma þriðjudaginn 28. janúar. Hægt er að bera saman myndirnar með því að draga stikuna til hægri eða vinstri.


Tengdar fréttir

Fýkur ofan af sýslumanni

Björgunarsveitarfólk berst nú við fjúkandi þakplötur í Hlíðarsmára í Kópavogi, þar sem sýslumannsembættið er til húsa.

Stefnir í eldingar á Suðausturlandi og aðra lægð á morgun

Fjöldi eldinga hafa mæst handan veðurskilanna suður af landinu og eru líkur á að þeirra verði vart á Suðausturlandi þegar skilin ganga þar yfir. Víða er nú rok eða "ofsaveður og fárviðri“ á nokkrum stöðum.

62 m/s á Kjalarnesi

Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir að aftakaveður gangi inn á höfuðborgarsvæðið núna klukkan 7

Best að reikna með því versta

"Það er þá bara bónus ef það verður aðeins minna,“ segir Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×