Lífið

Gaf Bill Gates veganborgara sem á að bragðast alveg eins og hefðbundinn borgari

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gates smakkar borgarann.
Gates smakkar borgarann.

Verkfræðingurinn Mark Rober hefur getið sér gott orð á Youtube fyrir fjölmörg skemmtileg myndbönd þar sem hann hannar ótrúlegustu hluti.

Í nýjasta myndbandi hans er hann með umfjöllun um vegan hamborgara sem gerður er aðeins úr plöntum og á að vera mjög líkur á bragðið og hefðbundinn hamborgari.

Rober fékk sjálfan Bill Gate, einn ríkasta mann heims, til að smakka borgarann.

Hamborgarinn lítur alveg eins út og venjulegur hamborgari og var Rober mjög sáttur við útkomuna.

Svo var spurning hvað Gates hafði um málið að segja. Fjölmargir vísindamenn hafa unnið að borgaranum sem er partur af því að hugsa betur um umhverfið en það er mjög vel þekkt staðreynd að venjulegir hamborgarar úr nauti eru alls ekki góðir fyrir umhverfið og er framleiðsluferlið gríðarlega mengandi fyrir umhverfið.

Gates hefur sjálfur látið gott af sér leiða í baráttunni um aukna mengun í heiminum og gróðurhúsaáhrif. Hann hefur fjölmörg verkefni á sinni könnu í tengslum við bættan hag heimsbyggðarinnar. Gates var yfir sig ánægður með hvernig borgarinn smakkaðist. 

Hér að neðan má sjá yfirferð Rober um hamborgarann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.