Leipzig með verð­skuldaða for­ystu gegn Totten­ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Werner fagnar sigurmarkinu.
Werner fagnar sigurmarkinu. vísir/getty

RasenBallsport Leipzig leiðir 1-0 í viðureigninni gegn Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikur liðanna fór fram í Lundúnum í kvöld.

Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir leiknum en Leipzig hefur verið eitt skemmtilegasta lið Þýskalands það sem af er móti. Tottenham var þó án Harry Kane og Son Heung-min sem eru á meiðslalistanum.







Þjóðverjarnir byrjuðu af rosalegum krafti og óðu í færum fyrstu mínúturnar. Hugo Lloris hélt Tottenham inn í leiknum og staðan var markalaus í hálfleik.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 58. mínútu er Timo Werner skoraði úr vítaspyrnu eftir að Ben Davies hafði brotið á Konrad Laimer. Fyrsta mark Leipzig í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Leipzig réði áfram lögum og lofum og fékk gott færi skömmu síðar en það geigaði. Eftir að Jose Mourinho fór að hreyfa aðeins við Tottenham-liðinu og ferskir fætur komu inn á, var með lífsmark með þeim.

Þeir héldu boltanum betur innan liðsins og sköpuðu sér ágætis færi en allt kom fyrir ekki og lokatölur 1-0 sigur Leipzig.

Síðari leikur liðanna fer fram 10. mars.



Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira