„Hlustið á leikmennina“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. nóvember 2025 07:02 Gísli Þorgeir er með skýr skilaboð til æðstu ráðamanna handboltans. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson eru hluti af hópi handboltafólks sem krefst þess að hlustað verði á leikmenn og leikjaálagið minnkað. Gísli og Viktor komu fyrir í myndbandi sem var birt á samfélagsmiðlum leikmannasamtakanna (EPHU) en auk þeirra má einnig nefna stórstjörnur úr handboltanum á borð við Ludovic Fabregas, Henny Reistad og Emmu Lindqvist. „Hlustið á leikmennina. Virðið leikmennina. Leikmennirnir standa saman. Við erum með rödd en við verðum að vera í herberginu svo hún heyrist þegar ákvarðanir eru teknar“ segir meðal annars í myndbandinu. View this post on Instagram Skilaboðin eru skýr hjá þessum leikmönnum, þau vilja sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar og vilja minnka leikjaálagið almennt í handboltanum. „Við höfum sagt áður að fjöldi leikja er of mikill. Leikmenn eru manneskjur, ekki maskínur. Virðið leikmennina. Líkamlega og andlega álagið heldur áfram að aukast og tíminn til endurhæfingar heldur áfram að minnka. Dagatalið er fullt en leikmennirnir eru tómir.“ Eiga engan fulltrúa Sem stendur er enginn fulltrúi leikmanna innan alþjóða handknattleikssambandsins. Leikmenn eiga sinn fulltrúa innan evrópska sambandsins, en hann er aðeins í ráðgefandi hlutverki og hefur ekkert raunverulegt vald. „Handbolti er erfið íþrótt, það er hluti af leiknum, en það eru of mörg meiðsli og of margir sem höndla ekki álagið. Virðið leikmennina. Leikmennirnir eru manneskjur, við eigum rétt á því að stofna fjölskyldur. Álagið heldur áfram að aukast og undirbúningstímabilið er of stutt. Ákvarðanir eru teknar án samráðs við leikmenn.“ Leikmenn hafa því ekkert að segja um ákvarðanir sem eru teknar, eins og til dæmis þegar liðum í Meistaradeildinni verður fjölgað á næsta tímabili eða þegar nýir „Evrópuleikar“ verða settir á fót árið 2030. „Við erum ekki bara hluti af leiknum, við erum hjartað í leiknum. Við krefjumst virðingar og sætis við borðið. Evrópsku handboltaleikmannasamtökin tala fyrir hönd leikmanna. Við stöndum saman og eigum skilið að rödd okkar heyrist. Það er löngu orðið tímabært að hlusta á leikmennina, byrjið núna, koma svo.“ Handbolti Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Gísli og Viktor komu fyrir í myndbandi sem var birt á samfélagsmiðlum leikmannasamtakanna (EPHU) en auk þeirra má einnig nefna stórstjörnur úr handboltanum á borð við Ludovic Fabregas, Henny Reistad og Emmu Lindqvist. „Hlustið á leikmennina. Virðið leikmennina. Leikmennirnir standa saman. Við erum með rödd en við verðum að vera í herberginu svo hún heyrist þegar ákvarðanir eru teknar“ segir meðal annars í myndbandinu. View this post on Instagram Skilaboðin eru skýr hjá þessum leikmönnum, þau vilja sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar og vilja minnka leikjaálagið almennt í handboltanum. „Við höfum sagt áður að fjöldi leikja er of mikill. Leikmenn eru manneskjur, ekki maskínur. Virðið leikmennina. Líkamlega og andlega álagið heldur áfram að aukast og tíminn til endurhæfingar heldur áfram að minnka. Dagatalið er fullt en leikmennirnir eru tómir.“ Eiga engan fulltrúa Sem stendur er enginn fulltrúi leikmanna innan alþjóða handknattleikssambandsins. Leikmenn eiga sinn fulltrúa innan evrópska sambandsins, en hann er aðeins í ráðgefandi hlutverki og hefur ekkert raunverulegt vald. „Handbolti er erfið íþrótt, það er hluti af leiknum, en það eru of mörg meiðsli og of margir sem höndla ekki álagið. Virðið leikmennina. Leikmennirnir eru manneskjur, við eigum rétt á því að stofna fjölskyldur. Álagið heldur áfram að aukast og undirbúningstímabilið er of stutt. Ákvarðanir eru teknar án samráðs við leikmenn.“ Leikmenn hafa því ekkert að segja um ákvarðanir sem eru teknar, eins og til dæmis þegar liðum í Meistaradeildinni verður fjölgað á næsta tímabili eða þegar nýir „Evrópuleikar“ verða settir á fót árið 2030. „Við erum ekki bara hluti af leiknum, við erum hjartað í leiknum. Við krefjumst virðingar og sætis við borðið. Evrópsku handboltaleikmannasamtökin tala fyrir hönd leikmanna. Við stöndum saman og eigum skilið að rödd okkar heyrist. Það er löngu orðið tímabært að hlusta á leikmennina, byrjið núna, koma svo.“
Handbolti Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira