Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Aron Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2025 07:30 Heimir Hallgrímsson er að gera frábæra hluti með írska landsliðið í fótbolta. Eftir erfiða byrjun og harða gagnrýni er Írland nú aðeins tveimur sigurleikjum frá sæti á HM Vísir Heimir Hallgrímsson hefur á skömmum tíma í starfi sem landsliðsþjálfari Írlands upplifað bæði strembna og sigursæla tíma. Þegar illa gekk flugu fúkyrði um hann í fjölmiðlum og kaldhæðin skot er beindust að menntun hans grasseruðu, væntanlega í þeim tilgangi að gera lítið úr honum sem landsliðsþjálfara. Dagarnir, eftir að Írar tryggðu sér sæti í umspili fyrir HM með frábærum sigrum á Portúgal og Ungverjalandi, hafa verið ein gleðisprengja fyrir leikmenn írska landsliðsins og landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. „Þetta hefur bara verið töfrum líkast. Einhvern veginn þegar allt gengur upp þá gleymir maður öllu því sem á áður hefur gengið á. Það hefur bara verið svo gaman að upplifa þetta með Írum. Það hefur ekki verið árangur í svolítinn tíma hjá írska landsliðinu. Að fá þetta þakklæti og þessa gleði sem hefur einhvern veginn sprungið út núna. Það er bara svo gaman að sjá það því þessir leikmenn eiga það bara skilið að fá jákvæða strauma frá umhverfinu. Írar kunna að skemmta sér, kunna að gleðjast. Þetta hefur bara verið ein gleðisprengja eftir þetta.“ Frábær árangur en Heimir, sem tók við írska landsliðinu fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan, var snemma í starfi sínu harðlega gagnrýndur og kallað eftir því að hann yrði rekinn. Spjótum beint að því að hann væri menntaður tannlæknir. Heimir ræðir við hetju Íra innan vallar í leiknum gegn Ungverjum á dögunum. Framherjinn Troy Parrott skoraði þrennu í leiknum og hafði nokkrum dögum áður skorað bæði mörk Íra í 2-0 sigri gegn PortúgalVísir/Getty Eftir fyrstu leikina í undankeppni HM, sem fóru ekki vel fyrir Íra, fékk Heimir sem er í grunninn menntaður tannlæknir á sig mikla gagnrýni. Meðal annars höfðu fyrrverandi landsliðsmenn Íra hátt og kölluðu eftir því að hann yrði rekinn eftir slæm úrslit, kölluðu hann ítrekað tannlækninn Heimi en ekki landsliðsþjálfarann Heimi í niðrandi tilgangi. Ekki margir tannlæknar sem eru þjálfarar „Ég átti nú góðan mann í Lars Lagerback sem kenndi manni nú ýmislegt. Eitt af því sem ég lærði af honum var að vera ekki að velta mér upp úr því hvað aðrir eru að segja, sérstaklega ekki á samfélagsmiðlum eða öðru slíku, Ég hef aldrei velt mér upp úr því hvað aðrir eru að segja,“ segir Heimir í viðtali við íþróttadeild hvernig hann tekst á við gagnrýnina og hvort hún hafi á hann áhrif. „Ég reyni bara að standa með sjálfum mér og því sem við sem þjálfarateymi ákveðum. En auðvitað er það svolítið sérstakt og það eru auðvitað ekkert margir tannlæknar sem eru þjálfarar í fótbolta. Þetta er svolítið íslenskt kannski. Ég held það skaði engan að vera með háskólamenntun, eigi nú frekar í flestum tilfellum að bæta fólk að vera langskólagengið. Þetta er bara óvanalegt í þessu umhverfi. Yfirleitt eru flestir þjálfarar einhverjir frægir leikmenn sem hættu á sínum tíma að spila og fóru að þjálfa. Ég hef bara farið aðra leið, er með nákvæmlega sömu og ábyggilega ekki minni þjálfaramenntun en allir þeir. Ég er bara með aðra menntun líka og ég held að menntun geri aldrei neinn verri. Ef ég hlusta bara á þetta þá finnst mér þetta svolítið kjánalegt. Að vera nýta háskólamenntun sem eitthvað neikvætt. En af því að þetta er óvanalegt þá fyrirgefur maður það. En það er bara gaman að hafa snúið almenningsálitinu því álitið snýst á svo margan hátt út frá því hvað fjölmiðlar eru að segja eða sérfræðingar. Auðvitað er þetta sagt í kaldhæðni tannlæknirinn en ekki þjálfarinn. Þeir verða bara að eiga það við sig.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagarnir, eftir að Írar tryggðu sér sæti í umspili fyrir HM með frábærum sigrum á Portúgal og Ungverjalandi, hafa verið ein gleðisprengja fyrir leikmenn írska landsliðsins og landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. „Þetta hefur bara verið töfrum líkast. Einhvern veginn þegar allt gengur upp þá gleymir maður öllu því sem á áður hefur gengið á. Það hefur bara verið svo gaman að upplifa þetta með Írum. Það hefur ekki verið árangur í svolítinn tíma hjá írska landsliðinu. Að fá þetta þakklæti og þessa gleði sem hefur einhvern veginn sprungið út núna. Það er bara svo gaman að sjá það því þessir leikmenn eiga það bara skilið að fá jákvæða strauma frá umhverfinu. Írar kunna að skemmta sér, kunna að gleðjast. Þetta hefur bara verið ein gleðisprengja eftir þetta.“ Frábær árangur en Heimir, sem tók við írska landsliðinu fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan, var snemma í starfi sínu harðlega gagnrýndur og kallað eftir því að hann yrði rekinn. Spjótum beint að því að hann væri menntaður tannlæknir. Heimir ræðir við hetju Íra innan vallar í leiknum gegn Ungverjum á dögunum. Framherjinn Troy Parrott skoraði þrennu í leiknum og hafði nokkrum dögum áður skorað bæði mörk Íra í 2-0 sigri gegn PortúgalVísir/Getty Eftir fyrstu leikina í undankeppni HM, sem fóru ekki vel fyrir Íra, fékk Heimir sem er í grunninn menntaður tannlæknir á sig mikla gagnrýni. Meðal annars höfðu fyrrverandi landsliðsmenn Íra hátt og kölluðu eftir því að hann yrði rekinn eftir slæm úrslit, kölluðu hann ítrekað tannlækninn Heimi en ekki landsliðsþjálfarann Heimi í niðrandi tilgangi. Ekki margir tannlæknar sem eru þjálfarar „Ég átti nú góðan mann í Lars Lagerback sem kenndi manni nú ýmislegt. Eitt af því sem ég lærði af honum var að vera ekki að velta mér upp úr því hvað aðrir eru að segja, sérstaklega ekki á samfélagsmiðlum eða öðru slíku, Ég hef aldrei velt mér upp úr því hvað aðrir eru að segja,“ segir Heimir í viðtali við íþróttadeild hvernig hann tekst á við gagnrýnina og hvort hún hafi á hann áhrif. „Ég reyni bara að standa með sjálfum mér og því sem við sem þjálfarateymi ákveðum. En auðvitað er það svolítið sérstakt og það eru auðvitað ekkert margir tannlæknar sem eru þjálfarar í fótbolta. Þetta er svolítið íslenskt kannski. Ég held það skaði engan að vera með háskólamenntun, eigi nú frekar í flestum tilfellum að bæta fólk að vera langskólagengið. Þetta er bara óvanalegt í þessu umhverfi. Yfirleitt eru flestir þjálfarar einhverjir frægir leikmenn sem hættu á sínum tíma að spila og fóru að þjálfa. Ég hef bara farið aðra leið, er með nákvæmlega sömu og ábyggilega ekki minni þjálfaramenntun en allir þeir. Ég er bara með aðra menntun líka og ég held að menntun geri aldrei neinn verri. Ef ég hlusta bara á þetta þá finnst mér þetta svolítið kjánalegt. Að vera nýta háskólamenntun sem eitthvað neikvætt. En af því að þetta er óvanalegt þá fyrirgefur maður það. En það er bara gaman að hafa snúið almenningsálitinu því álitið snýst á svo margan hátt út frá því hvað fjölmiðlar eru að segja eða sérfræðingar. Auðvitað er þetta sagt í kaldhæðni tannlæknirinn en ekki þjálfarinn. Þeir verða bara að eiga það við sig.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti