Segir nær öruggt að flugmaður Malaysian Air MH370 hafi grandað vélinni af ásettu ráði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 23:26 Tony Abbott var forsætisráðherra Ástralíu þegar flugvél Malaysian Airlines MH370 hvarf. getty/Stefan Postles Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu segir það nærri öruggt að flugstjóri Malaysian Airlines MH370 flugvélarinnar hafi framið morð og sjálfsvíg. Það hafi leitt til hvarfs vélarinnar árið 2014 sem enn hefur ekki fundist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, sagði að allt frá upphafi hafi háttsettir embættismenn í Malasíska stjórnkerfinu talið að Zaharie Ahmad Shah, flugmaður vélarinnar, hafi vísvitandi grandað vélinni.Sjá einnig: Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Abbott var forsætisráðherra þegar Boeing 777 vélin hvarf þann 8. mars 2014 með 239 innanborðs á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking. Flugritarnir enn týndir Einu ummerkin sem fundust um vélina í sameiginlegri leit Ástralíu og Malasíu var brot af væng sem skolaði upp á land á eyju í Indlandshafi og er það eini hluti vélarinnar sem fundist hefur. Leit var að lokum hætt árið 2017. Leitin var sú umfangsmesta í sögu flugsamganga. Ári síðar komu fram niðurstöður úr sjálfstæðri rannsókn á vegum Malasíu og kom þar fram að stefnu vélarinnar hafi verið breytt vísvitandi og það hafi verið gert handvirkt. Þó var enginn nefndur sem grunaður í málinu.Sjá einnig: Sex mánuðir í dag frá hvarfi flugs Malaysian Airlines MH370 Maður skrifar skilaboð til farþega flugvélarinnar MH370 sem hvarf árið 2014.getty/NurPhoto Þá sagði einnig í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að ekki væri hægt að segja til um það hvað hafi valdið hrapinu nema ef brak vélarinnar eða flugriti þess komi í leitirnar. Þá hafi ekki verið nein merki um að flugmennirnir hafi verið undir álagi eða hagað sér undarlega og að enginn farþeganna hefði getað flogið vélinni upp á eigin spýtur. Allar vísbendingar eltar en ekkert svar fannst „Ég tel mig vita það með vissu, og hafa fyrir því heimildir frá æðstu embættismönnum Malasíu, að þeir hafi talið, allt frá byrjun, að flugmaðurinn hafi grandað vélinni af ásetningi,“ sagði Abbott í heimildarmynd fréttastofu Sky í Ástralíu. „Ég ætla ekki að segja hver sagði hverjum hvað, en ég ætla að vera alveg skýr: það var almennur skilningur hjá hinum hæst settu að þetta hafi alveg örugglega verið morð og sjálfsvíg flugmannsins.“ Einn rannsakendanna, malasíski lögreglustjórinn Abdul Hamid Bador, svaraði þessum orðum forsætisráðherrans fyrrverandi og sagði að engar sannanir liggi fyrir um hlut Zaharie í málinu og að hvarf vélarinnar sé enn ráðgáta. Þá hafi rannsakendur elt uppi hverja einustu vísbendingu og möguleika en ekkert óhrekjandi svar hafi fundist. Þetta sagði Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malasíu, í yfirlýsingu. Ástralía Flugvélahvarf MH370 Fréttir af flugi Malasía Tengdar fréttir Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014. 23. maí 2018 07:07 Hætta leit að MH370 eftir tvær vikur Þá verður leit lokið á um 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi, en engar trúverðugar vísbendingar um staðsetningu vélarinnar hafa fundist. 6. janúar 2017 14:35 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu segir það nærri öruggt að flugstjóri Malaysian Airlines MH370 flugvélarinnar hafi framið morð og sjálfsvíg. Það hafi leitt til hvarfs vélarinnar árið 2014 sem enn hefur ekki fundist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, sagði að allt frá upphafi hafi háttsettir embættismenn í Malasíska stjórnkerfinu talið að Zaharie Ahmad Shah, flugmaður vélarinnar, hafi vísvitandi grandað vélinni.Sjá einnig: Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Abbott var forsætisráðherra þegar Boeing 777 vélin hvarf þann 8. mars 2014 með 239 innanborðs á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking. Flugritarnir enn týndir Einu ummerkin sem fundust um vélina í sameiginlegri leit Ástralíu og Malasíu var brot af væng sem skolaði upp á land á eyju í Indlandshafi og er það eini hluti vélarinnar sem fundist hefur. Leit var að lokum hætt árið 2017. Leitin var sú umfangsmesta í sögu flugsamganga. Ári síðar komu fram niðurstöður úr sjálfstæðri rannsókn á vegum Malasíu og kom þar fram að stefnu vélarinnar hafi verið breytt vísvitandi og það hafi verið gert handvirkt. Þó var enginn nefndur sem grunaður í málinu.Sjá einnig: Sex mánuðir í dag frá hvarfi flugs Malaysian Airlines MH370 Maður skrifar skilaboð til farþega flugvélarinnar MH370 sem hvarf árið 2014.getty/NurPhoto Þá sagði einnig í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að ekki væri hægt að segja til um það hvað hafi valdið hrapinu nema ef brak vélarinnar eða flugriti þess komi í leitirnar. Þá hafi ekki verið nein merki um að flugmennirnir hafi verið undir álagi eða hagað sér undarlega og að enginn farþeganna hefði getað flogið vélinni upp á eigin spýtur. Allar vísbendingar eltar en ekkert svar fannst „Ég tel mig vita það með vissu, og hafa fyrir því heimildir frá æðstu embættismönnum Malasíu, að þeir hafi talið, allt frá byrjun, að flugmaðurinn hafi grandað vélinni af ásetningi,“ sagði Abbott í heimildarmynd fréttastofu Sky í Ástralíu. „Ég ætla ekki að segja hver sagði hverjum hvað, en ég ætla að vera alveg skýr: það var almennur skilningur hjá hinum hæst settu að þetta hafi alveg örugglega verið morð og sjálfsvíg flugmannsins.“ Einn rannsakendanna, malasíski lögreglustjórinn Abdul Hamid Bador, svaraði þessum orðum forsætisráðherrans fyrrverandi og sagði að engar sannanir liggi fyrir um hlut Zaharie í málinu og að hvarf vélarinnar sé enn ráðgáta. Þá hafi rannsakendur elt uppi hverja einustu vísbendingu og möguleika en ekkert óhrekjandi svar hafi fundist. Þetta sagði Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malasíu, í yfirlýsingu.
Ástralía Flugvélahvarf MH370 Fréttir af flugi Malasía Tengdar fréttir Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014. 23. maí 2018 07:07 Hætta leit að MH370 eftir tvær vikur Þá verður leit lokið á um 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi, en engar trúverðugar vísbendingar um staðsetningu vélarinnar hafa fundist. 6. janúar 2017 14:35 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014. 23. maí 2018 07:07
Hætta leit að MH370 eftir tvær vikur Þá verður leit lokið á um 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi, en engar trúverðugar vísbendingar um staðsetningu vélarinnar hafa fundist. 6. janúar 2017 14:35