Lífið

Tíu óþægilegustu augnablikin í hálfleikssýningu Super Bowl

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katy Perry var með nokkuð skrautlegt atriði.
Katy Perry var með nokkuð skrautlegt atriði.

Á sunnudagskvöldið síðasta komu söngkonurnar Shakira og Jennifer Lopez á hálfleikssýningu Super Bowl og má með sanni segja að þær hafi slækið rækilega í gegn og fengið mikið lof fyrir sína frammistöðu.

Þá fagnaði Kansas City Chiefs sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers.

Það er þó ekki aðeins fótboltinn sem fangar áhuga áhorfenda; hálfleikssýningin er iðulega einn af hápunktunum í bandarísku sjónvarpi á ári hverju. Stórstjörnur á borð við Lady Gaga, Justin Timberlake og Maroon 5 hafa átt sviðið undanfarin ár en nú var komið að áðurnefndum dívum.

YouTube-síðan Watch Mojo hefur núna tekið saman tíu verstu augnablikin í hálfleikssýningunni en til að mynda fékk Maroon 5 mikla gagnrýni eftir þeirra frammistöðu fyrir rúmlega ári.

Hér að neðan má sjá umræddan samantekt en meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu eru Fergie, Katy Perry, The Red Hot Chili Peppers, Justin Timberlake, Maroon 5 og fleiri.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.