Sport

Í beinni í dag: Tvíhöfði á Ásvöllum og Mílanó-slagur á San Siro

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á sportrásum Stöðvar 2 í dag.
Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á sportrásum Stöðvar 2 í dag. vísir/bára/getty

Sýnt verður beint frá tólf íþróttaviðburðum á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Tveir hörkuleikir fara fram í Schenker-höllinni á Ásvöllum. Haukar og Stjarnan mætast í Olís-deild kvenna og Haukar og Valur í Olís-deild karla.

Grannliðin Inter og AC Milan eigast við á San Siro. Með sigri jafnar Inter Juventus að stigum á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. 

Birkir Bjarnason og félagar í Brescia taka á móti Udinese og þá verður leikur Parma og Lazio einnig sýndur beint.

Toppliðin í spænsku úrvalsdeildinni verða bæði í eldlínunni. Real Madrid sækir Osasuna heim og Barcelona mætir Real Betis. Real Madrid er með þriggja stiga forskot á Barcelona á toppi deildarinnar.

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall taka á móti toppliði West Brom í ensku B-deildinni og þá verður sýnt frá AT&T Pebble Beach Pro-Am golfmótinu.

Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.

Beinar útsendingar dagsins:
10:50 Espanyol - Real Mallorca, Stöð 2 Sport
12:50 Real Sociedad - Athletic Bilbao, Stöð 2 Sport 4
13:25 Millwall - West Brom, Stöð 2 Sport
13:50 Brescia - Udinese, Stöð 2 Sport 3
14:55 Osasuna - Real Madrid, Stöð 2 Sport 2
16:45 Haukar - Stjarnan, Stöð 2 Sport
16:50 Parma - Lazio, Stöð 2 Sport 3
17:20 Celta Vigo - Sevilla, Stöð 2 Sport 2
18:00 AT&T Pebble Beach Pro-Am, Stöð 2 Golf
19:15 Haukar - Valur, Stöð 2 Sport
19:35 Inter - AC Milan, Stöð 2 Sport 2
19:55 Real Betis - Barcelona, Stöð 2 Sport 3Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.