„Þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn“ Sóley Guðmundsdóttir skrifar 31. janúar 2020 21:30 Vala og Siggi sigurvegarar Allir geta dansað. Vísir/M. Flóvent Vala Eiríks og Siggi eru sigurvegarar í Allir geta dansað. Þau voru orðlaus þegar úrslitin voru tilkynnt. „Ég er svo þakklát fyrir þetta og þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn!" segir Vala og bætir við: „Ég ætla að sofa með bikarinn uppi í rúmi." Stefán Árni Pálsson var í Glimmerhöllinni og gerði upp þáttinn. Dómararnir voru í skýjunum með frammistöðu þeirra í kvöld. „Algjörlega magnað Quickstep" sagði Karen. „Að ná þessum hraða er mjög erfitt, snerpan er flott og vel samsett. Súper!" Jóhann var á sama máli. „Gaman að sjá svona fallegan og vel unnin Quickstep og þetta dásamlega bros". „Flottasta atriðið í þessum tveimur seríum sem ég hef horft á. Þið eruð svo nákvæm og það er að skila sér. Öll umgjörð geggjuð. Bravó!" sagði Selma í lokin. Fyrri dans þeirra Völu og Sigga má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri dansinn sem þau dönsuðu var Quickstep og sá seinni var Paso Doble sem þau dönsuðu í fimmta þætti. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga í kvöld. Þau fengu 10 frá öllum dómurunum í báðum sínum dönsum. Einkunnir dómara giltu þó ekkert í kvöld og var það símakosningin sem réði úrslitum. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Ljóssins. Ljósið er endurhæfingarmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein. Ljósið sinnir einnig aðstandendum þeirra. Um 450 einstaklingar eru í endurhæfingu hjá Ljósinu í hverjum mánuði. Vegna aukinnar aðsóknar eru þau að stækka húsnæðið til að fá betri aðstöðu. Annarri seríu af Allir geta dansað er hér með lokið með sigri Völu Eiríks og Sigga. Vísir var í Glimmerhöllinni og fylgdist með gangi mála.
Vala Eiríks og Siggi eru sigurvegarar í Allir geta dansað. Þau voru orðlaus þegar úrslitin voru tilkynnt. „Ég er svo þakklát fyrir þetta og þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn!" segir Vala og bætir við: „Ég ætla að sofa með bikarinn uppi í rúmi." Stefán Árni Pálsson var í Glimmerhöllinni og gerði upp þáttinn. Dómararnir voru í skýjunum með frammistöðu þeirra í kvöld. „Algjörlega magnað Quickstep" sagði Karen. „Að ná þessum hraða er mjög erfitt, snerpan er flott og vel samsett. Súper!" Jóhann var á sama máli. „Gaman að sjá svona fallegan og vel unnin Quickstep og þetta dásamlega bros". „Flottasta atriðið í þessum tveimur seríum sem ég hef horft á. Þið eruð svo nákvæm og það er að skila sér. Öll umgjörð geggjuð. Bravó!" sagði Selma í lokin. Fyrri dans þeirra Völu og Sigga má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri dansinn sem þau dönsuðu var Quickstep og sá seinni var Paso Doble sem þau dönsuðu í fimmta þætti. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga í kvöld. Þau fengu 10 frá öllum dómurunum í báðum sínum dönsum. Einkunnir dómara giltu þó ekkert í kvöld og var það símakosningin sem réði úrslitum. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Ljóssins. Ljósið er endurhæfingarmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein. Ljósið sinnir einnig aðstandendum þeirra. Um 450 einstaklingar eru í endurhæfingu hjá Ljósinu í hverjum mánuði. Vegna aukinnar aðsóknar eru þau að stækka húsnæðið til að fá betri aðstöðu. Annarri seríu af Allir geta dansað er hér með lokið með sigri Völu Eiríks og Sigga. Vísir var í Glimmerhöllinni og fylgdist með gangi mála.
Allir geta dansað Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira