Sport

Anníe Mist: Ég er með stór markmið og stór plön

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir er mikilvægur talsmaður CrossFit íþróttarinnar á Íslandi og vinnur markvisst að því að gera hana enn stærri hér á landi.
Anníe Mist Þórisdóttir er mikilvægur talsmaður CrossFit íþróttarinnar á Íslandi og vinnur markvisst að því að gera hana enn stærri hér á landi. Vísir/Sigurjón

Anníe Mist Þórisdóttir var mætt á blaðamannafund í tengslum við Reykjavíkurleikanna til að kynna Íslandsmótið í CrossFit sem er nú í fyrsta sinn haldið í tengslum við Reykjavíkurleikanna.Þetta er risaskref fyrir CrossFit íþróttina á Íslandi og enn eitt dæmið um það hversu mikið hún er að vaxa og dafna hér á landi.„Þetta er í fyrsta skiptið sem við erum að keppa í öllum aldursflokkum á Íslandi. Við erum með tvo unglingaflokka og svo erum við með Mastersflokka og svo opinn flokk. Það eru síðan jafnmargar konur og karla að keppa,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í samtali við Arnar Björnsson.„Það er mikil stemmning fyrir þessu móti því erum með svo ofboðslega fjölbreyttan og stóran hóp sem er að keppa. Ég held að þetta verði virkilega flott og skemmtilegt mót,“ sagði Anníe Mist en hvernig sér hún CrossFit íþróttina á Reykjavíkurleikunum í framtíðinni.„Ég er með stór markmið og stór plön. Ég er mjög spennt fyrir framtíðinni. Þetta er í fyrsta skiptið núna en við erum að gera þetta stórt og erum að gera þetta vel.,“ sagði Anníe Mist„Í fyrra vorum við með fyrsta alþjóðlega stórmótið á Íslandi, Reykjavík CrossFit Championship, og markmiðið mitt er að gera þetta mót svolítið eins og það mót. Jafnvel bara að setja þau saman og gera þetta að alþjóðlegri stórveislu á Íslandi,“ sagði Anníe Mist.„CrossFit er mjög vinsælt á Íslandi og við erum með svakalega marga góða og sterka keppendur sem eru góðar fyrirmyndir. Það eru því mjög margir útlendingar sem vilja koma hingað, vera á Íslandi, keppa á Íslandi og sjá af hverju við erum svona góð í þessu. Markmið mitt er að gera CrossFit móti Reykjavíkurleikanna að aðalmótinu til að koma á,“ sagði Anníe Mist metnaðarfull.  Hún sjálf keppir ekki á Íslandsmótinu í ár.„Ég er því miður ekki að keppa núna. Mig langaði að keppa en get það því miður ekki. Markmiðið mitt er að keppa á næsta ári og það er alveg hundrað prósent,“ sagði Anníe Mist„Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað næsta mót mitt verður. Ég er búin að vinna mér inn sæti á heimsmeistaramótinu sem er í ágúst. Ég vil velja kraftmikil mót þar sem ég fæ góða samkeppni og get prófað mig svolítið til að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið. Ég keppi því á tveimur til þremur mótum en það verður ekki fyrr en í apríl, maí sem ég keppi næst,“ sagði Anníe Mist og hún er ekkert að fara að hætta í þessu.„Ég er allavega enn þá mjög góð. Ég er búin að keppa tíu sinnum á heimsmeistaramótinu og mér líður eins og ég sé enn þá að bæta mig. Ég get enn þá gert betur og mér líður eins og ég get enn þá orðið betri. Ég elska að gera það sem ég er að gera, elska að keppa í þessu og elska að æfa fyrir þetta. Ég ætla því að leyfa mér að gera þetta svo lengi sem mig langar til þess,“ sagði Anníe Mist að lokum en það smá sjá allt viðtali hér fyrir neðan.Klippa: Anníe Mist: Erum með ofboðslega fjölbreyttan og stóran hóp sem er að keppa

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.