Anníe Mist: Ég er með stór markmið og stór plön Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 11:30 Anníe Mist Þórisdóttir er mikilvægur talsmaður CrossFit íþróttarinnar á Íslandi og vinnur markvisst að því að gera hana enn stærri hér á landi. Vísir/Sigurjón Anníe Mist Þórisdóttir var mætt á blaðamannafund í tengslum við Reykjavíkurleikanna til að kynna Íslandsmótið í CrossFit sem er nú í fyrsta sinn haldið í tengslum við Reykjavíkurleikanna. Þetta er risaskref fyrir CrossFit íþróttina á Íslandi og enn eitt dæmið um það hversu mikið hún er að vaxa og dafna hér á landi. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við erum að keppa í öllum aldursflokkum á Íslandi. Við erum með tvo unglingaflokka og svo erum við með Mastersflokka og svo opinn flokk. Það eru síðan jafnmargar konur og karla að keppa,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í samtali við Arnar Björnsson. „Það er mikil stemmning fyrir þessu móti því erum með svo ofboðslega fjölbreyttan og stóran hóp sem er að keppa. Ég held að þetta verði virkilega flott og skemmtilegt mót,“ sagði Anníe Mist en hvernig sér hún CrossFit íþróttina á Reykjavíkurleikunum í framtíðinni. „Ég er með stór markmið og stór plön. Ég er mjög spennt fyrir framtíðinni. Þetta er í fyrsta skiptið núna en við erum að gera þetta stórt og erum að gera þetta vel.,“ sagði Anníe Mist „Í fyrra vorum við með fyrsta alþjóðlega stórmótið á Íslandi, Reykjavík CrossFit Championship, og markmiðið mitt er að gera þetta mót svolítið eins og það mót. Jafnvel bara að setja þau saman og gera þetta að alþjóðlegri stórveislu á Íslandi,“ sagði Anníe Mist. „CrossFit er mjög vinsælt á Íslandi og við erum með svakalega marga góða og sterka keppendur sem eru góðar fyrirmyndir. Það eru því mjög margir útlendingar sem vilja koma hingað, vera á Íslandi, keppa á Íslandi og sjá af hverju við erum svona góð í þessu. Markmið mitt er að gera CrossFit móti Reykjavíkurleikanna að aðalmótinu til að koma á,“ sagði Anníe Mist metnaðarfull. Hún sjálf keppir ekki á Íslandsmótinu í ár. „Ég er því miður ekki að keppa núna. Mig langaði að keppa en get það því miður ekki. Markmiðið mitt er að keppa á næsta ári og það er alveg hundrað prósent,“ sagði Anníe Mist „Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað næsta mót mitt verður. Ég er búin að vinna mér inn sæti á heimsmeistaramótinu sem er í ágúst. Ég vil velja kraftmikil mót þar sem ég fæ góða samkeppni og get prófað mig svolítið til að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið. Ég keppi því á tveimur til þremur mótum en það verður ekki fyrr en í apríl, maí sem ég keppi næst,“ sagði Anníe Mist og hún er ekkert að fara að hætta í þessu. „Ég er allavega enn þá mjög góð. Ég er búin að keppa tíu sinnum á heimsmeistaramótinu og mér líður eins og ég sé enn þá að bæta mig. Ég get enn þá gert betur og mér líður eins og ég get enn þá orðið betri. Ég elska að gera það sem ég er að gera, elska að keppa í þessu og elska að æfa fyrir þetta. Ég ætla því að leyfa mér að gera þetta svo lengi sem mig langar til þess,“ sagði Anníe Mist að lokum en það smá sjá allt viðtali hér fyrir neðan. Klippa: Anníe Mist: Erum með ofboðslega fjölbreyttan og stóran hóp sem er að keppa CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist fagnar heilum áratug á heimsleikunum í CrossFit með tíu myndum Anníe Mist Þórisdóttir hefur haldið sér í hópi bestu CrossFit kvenna heims í heilan áratug og fagnar því með skemmtilegri færslu á Instagram. 8. janúar 2020 09:00 Anníe Mist er stolt af því að íslenska CrossFit æfingin „Dóttir“ sé orðin heimsflakkari Þeir sem fylgdust vel með CrossFit mótinu í Dúbaí um helgina könnuðust örugglega við nafnið á níunda hluta keppninnar því hann bar nafnið "Dóttir“ og kepptu bæði karla og konur í henni. 17. desember 2019 08:30 Anníe Mist og Katrín Tanja að vinna saman að leyniverkefni Íslensku CrossFit drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gera meira en að æfa saman þessa dagana. 20. janúar 2020 10:30 Anníe Mist elskar jafnréttið í CrossFit heiminum Liv Cooke heimsótti Ísland á dögunum á vegum UEFA PlayAnywhere verkefnisins og fékk íslensku CrossFit stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur í viðtal. 12. desember 2019 09:30 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir var mætt á blaðamannafund í tengslum við Reykjavíkurleikanna til að kynna Íslandsmótið í CrossFit sem er nú í fyrsta sinn haldið í tengslum við Reykjavíkurleikanna. Þetta er risaskref fyrir CrossFit íþróttina á Íslandi og enn eitt dæmið um það hversu mikið hún er að vaxa og dafna hér á landi. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við erum að keppa í öllum aldursflokkum á Íslandi. Við erum með tvo unglingaflokka og svo erum við með Mastersflokka og svo opinn flokk. Það eru síðan jafnmargar konur og karla að keppa,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í samtali við Arnar Björnsson. „Það er mikil stemmning fyrir þessu móti því erum með svo ofboðslega fjölbreyttan og stóran hóp sem er að keppa. Ég held að þetta verði virkilega flott og skemmtilegt mót,“ sagði Anníe Mist en hvernig sér hún CrossFit íþróttina á Reykjavíkurleikunum í framtíðinni. „Ég er með stór markmið og stór plön. Ég er mjög spennt fyrir framtíðinni. Þetta er í fyrsta skiptið núna en við erum að gera þetta stórt og erum að gera þetta vel.,“ sagði Anníe Mist „Í fyrra vorum við með fyrsta alþjóðlega stórmótið á Íslandi, Reykjavík CrossFit Championship, og markmiðið mitt er að gera þetta mót svolítið eins og það mót. Jafnvel bara að setja þau saman og gera þetta að alþjóðlegri stórveislu á Íslandi,“ sagði Anníe Mist. „CrossFit er mjög vinsælt á Íslandi og við erum með svakalega marga góða og sterka keppendur sem eru góðar fyrirmyndir. Það eru því mjög margir útlendingar sem vilja koma hingað, vera á Íslandi, keppa á Íslandi og sjá af hverju við erum svona góð í þessu. Markmið mitt er að gera CrossFit móti Reykjavíkurleikanna að aðalmótinu til að koma á,“ sagði Anníe Mist metnaðarfull. Hún sjálf keppir ekki á Íslandsmótinu í ár. „Ég er því miður ekki að keppa núna. Mig langaði að keppa en get það því miður ekki. Markmiðið mitt er að keppa á næsta ári og það er alveg hundrað prósent,“ sagði Anníe Mist „Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað næsta mót mitt verður. Ég er búin að vinna mér inn sæti á heimsmeistaramótinu sem er í ágúst. Ég vil velja kraftmikil mót þar sem ég fæ góða samkeppni og get prófað mig svolítið til að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið. Ég keppi því á tveimur til þremur mótum en það verður ekki fyrr en í apríl, maí sem ég keppi næst,“ sagði Anníe Mist og hún er ekkert að fara að hætta í þessu. „Ég er allavega enn þá mjög góð. Ég er búin að keppa tíu sinnum á heimsmeistaramótinu og mér líður eins og ég sé enn þá að bæta mig. Ég get enn þá gert betur og mér líður eins og ég get enn þá orðið betri. Ég elska að gera það sem ég er að gera, elska að keppa í þessu og elska að æfa fyrir þetta. Ég ætla því að leyfa mér að gera þetta svo lengi sem mig langar til þess,“ sagði Anníe Mist að lokum en það smá sjá allt viðtali hér fyrir neðan. Klippa: Anníe Mist: Erum með ofboðslega fjölbreyttan og stóran hóp sem er að keppa
CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist fagnar heilum áratug á heimsleikunum í CrossFit með tíu myndum Anníe Mist Þórisdóttir hefur haldið sér í hópi bestu CrossFit kvenna heims í heilan áratug og fagnar því með skemmtilegri færslu á Instagram. 8. janúar 2020 09:00 Anníe Mist er stolt af því að íslenska CrossFit æfingin „Dóttir“ sé orðin heimsflakkari Þeir sem fylgdust vel með CrossFit mótinu í Dúbaí um helgina könnuðust örugglega við nafnið á níunda hluta keppninnar því hann bar nafnið "Dóttir“ og kepptu bæði karla og konur í henni. 17. desember 2019 08:30 Anníe Mist og Katrín Tanja að vinna saman að leyniverkefni Íslensku CrossFit drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gera meira en að æfa saman þessa dagana. 20. janúar 2020 10:30 Anníe Mist elskar jafnréttið í CrossFit heiminum Liv Cooke heimsótti Ísland á dögunum á vegum UEFA PlayAnywhere verkefnisins og fékk íslensku CrossFit stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur í viðtal. 12. desember 2019 09:30 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Sjá meira
Anníe Mist fagnar heilum áratug á heimsleikunum í CrossFit með tíu myndum Anníe Mist Þórisdóttir hefur haldið sér í hópi bestu CrossFit kvenna heims í heilan áratug og fagnar því með skemmtilegri færslu á Instagram. 8. janúar 2020 09:00
Anníe Mist er stolt af því að íslenska CrossFit æfingin „Dóttir“ sé orðin heimsflakkari Þeir sem fylgdust vel með CrossFit mótinu í Dúbaí um helgina könnuðust örugglega við nafnið á níunda hluta keppninnar því hann bar nafnið "Dóttir“ og kepptu bæði karla og konur í henni. 17. desember 2019 08:30
Anníe Mist og Katrín Tanja að vinna saman að leyniverkefni Íslensku CrossFit drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gera meira en að æfa saman þessa dagana. 20. janúar 2020 10:30
Anníe Mist elskar jafnréttið í CrossFit heiminum Liv Cooke heimsótti Ísland á dögunum á vegum UEFA PlayAnywhere verkefnisins og fékk íslensku CrossFit stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur í viðtal. 12. desember 2019 09:30