Southampton og Tottenham þurfa að mætast aftur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sofiane Boufal (til hægri) jafnaði metin undir lok leiks.
Sofiane Boufal (til hægri) jafnaði metin undir lok leiks. Vísir/Getty

Southampton og Tottenham Hotspur þurfa að mætast aftur í FA bikarnum eftir að hafa gert 1-1 jafntefli á St. Mary´s vellinum í dag. 

Það var helst að frétta fyrir leik að Hugo Lloris snéri aftur í mark Tottenham Hotspur. Þá var Japhet Tanganga áfram í byrjunarliðinu en hann var kominn í vinstri bakvörðinn að þessu sinni. Gedson Fernandes byrjaði svo sinn fyrsta leik en hann gekk nýverið í raðir Lundúnaliðsins. 

Eftir helst til tíðindalítinn fyrri hálfleik kom Son Tottenham yfir með umdeildu marki en heimamenn voru á því að Dele Alli hefði brotið af sér í aðdraganda marksins. Eftir langa athugun í VAR-herberginu fékk markið að standa og Tottenham komið 1-0 yfir þegar 58. mínútur voru liðnar af leiknum.

Southampton hafa verið í miklu stuði í deildinni undanfarið og neituðu að leggja árar í bát. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka tókst heimamönnum að jafna metin. Eftir góða sókn átti Danny Ings sendingu á Sofiane Boufal og Marakkóinn þrumaði knettinum í netið framhjá Lloris í markinu. 

Staðan orðin 1-1 og því ljóst að liðin þurfa að mætast aftur á heimavelli Tottenham til að útkljá hvort liðið kemst áfram í 5. umferð FA bikarsins.







Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira