„Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 21. nóvember 2025 21:37 Hilmar Pétursson átti flottan leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann gríðarlega öflugan ellefu stiga sigur 101-90 á Álftanes þegar liðin mættust í Blue höllinni í kvöld. Hilmar Pétursson átti flottan leik fyrir heimamenn og var að vonum sáttur með sigurinn. „Gott að fara með sigur inn í landsleikjahlé og þurfa ekki að hugsa um eitthvað tap í heila viku“ sagði Hilmar Pétursson leikmaður Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Keflavík hafa gert heimavöll sinn aftur að alvöru vígi sem erfitt er að mæta þeim á. „Við viljum að það sé erfitt að koma hingað og vinna leik. Við ætlum að reyna fara héðan alltaf með sigra“ Sigurður Pétursson bróðir Hilmars Péturssonar leikur nú með Álftanes en hann var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla. Það var því svekkjandi að fá ekki bræðra slag í kvöld. „Það var svekkjandi en því miður þá meiddist hann á móti Val. Hann meiddist eitthvað aftan í læri. Það væri skemmtilegra að spila heilan leik heill í staðin fyrir að reyna að vera eitthvað meiddur að spila en það er samt mjög jákvætt að geta farið til mömmu og pabba og montað sig aðeins fyrir framan þau og hann“ Það mátti heyra á Hilmari að montrétturinn væri mikilvægur. „Það verður vonandi matarboð fljótlega þar sem allir mæta og ég með montréttinn. Vonandi verður hann svo bara heill“ Liðsheildin var það sem skóp þennan sigur að mati Hilmars. „Ég held að það hafi verið bara liðsheildin, bæði sóknarlega og varnarlega. Þeir fóru í svæðisvörn og það tók okkur alveg af laginu en sem betur fer þá spiluðu þeir það ekki allan leikinn því þá hefði þetta örugglega farið öðruvísi en við erum finnst mér alltaf að verða betri saman sem lið og það er mjög jákvætt“ Álftnesingar náðu smá áhlaupi í fjórða leikhluta og söxuðu vel á gott forskot Keflavíkur. Aðspurður um hvort það hafi farið um hann viðurkenndi hann að honum stóð ekkert á sama. „Ég væri að ljúga ef ég myndi segja nei. Við reyndum bara að halda ró okkar og gera það sem við gerum best en það skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi, það er hver klárar það fyrstur“ sagði Hilmar Pétursson að lokum. Keflavík ÍF Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Sjá meira
„Gott að fara með sigur inn í landsleikjahlé og þurfa ekki að hugsa um eitthvað tap í heila viku“ sagði Hilmar Pétursson leikmaður Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Keflavík hafa gert heimavöll sinn aftur að alvöru vígi sem erfitt er að mæta þeim á. „Við viljum að það sé erfitt að koma hingað og vinna leik. Við ætlum að reyna fara héðan alltaf með sigra“ Sigurður Pétursson bróðir Hilmars Péturssonar leikur nú með Álftanes en hann var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla. Það var því svekkjandi að fá ekki bræðra slag í kvöld. „Það var svekkjandi en því miður þá meiddist hann á móti Val. Hann meiddist eitthvað aftan í læri. Það væri skemmtilegra að spila heilan leik heill í staðin fyrir að reyna að vera eitthvað meiddur að spila en það er samt mjög jákvætt að geta farið til mömmu og pabba og montað sig aðeins fyrir framan þau og hann“ Það mátti heyra á Hilmari að montrétturinn væri mikilvægur. „Það verður vonandi matarboð fljótlega þar sem allir mæta og ég með montréttinn. Vonandi verður hann svo bara heill“ Liðsheildin var það sem skóp þennan sigur að mati Hilmars. „Ég held að það hafi verið bara liðsheildin, bæði sóknarlega og varnarlega. Þeir fóru í svæðisvörn og það tók okkur alveg af laginu en sem betur fer þá spiluðu þeir það ekki allan leikinn því þá hefði þetta örugglega farið öðruvísi en við erum finnst mér alltaf að verða betri saman sem lið og það er mjög jákvætt“ Álftnesingar náðu smá áhlaupi í fjórða leikhluta og söxuðu vel á gott forskot Keflavíkur. Aðspurður um hvort það hafi farið um hann viðurkenndi hann að honum stóð ekkert á sama. „Ég væri að ljúga ef ég myndi segja nei. Við reyndum bara að halda ró okkar og gera það sem við gerum best en það skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi, það er hver klárar það fyrstur“ sagði Hilmar Pétursson að lokum.
Keflavík ÍF Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti