Lífið samstarf

Matti Matt með handboltasöguna á hreinu

Olís kynnir
Kári Kristján Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson spurðu Matta Matt spjörunum úr.
Kári Kristján Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson spurðu Matta Matt spjörunum úr.

Olís hefur látið útbúa stórskemmtilegan spurningaleik á netinu í tengslum við þátttöku Íslands á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Til að hita upp fyrir leikinn mættu tveir landsliðsmenn, þeir Kári Kristján Kristjánsson og nýliðinn Viktor Gísli Hallgrímsson á Olís-stöðina í Álfheimum og spurðu þar gesti og gangandi spjörunum úr.

Eins og venjulega er stórmót í handbolta fastur liður í janúar en EM og HM skiptast á á tveggja ára fresti. Nú er komið að EM og Ísland er með, eins og jafnan áður. Kærkomin upplyfting í mesta skammdeginu þegar jólagleðin er ný runnin af okkur.Olís er eins og margir vita einn aðalstyrktaraðila íslensks handbolta enda úrvalsdeildin hér heima, Olísdeildin, kennd við félagið. Olís hefur nú látið útbúa spurningaleik á netinu í tengslum við þátttöku Íslands á EM þar sem þátttakendur geta spreytt sig á misþungum spurningum úr sögu íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Það er til mikils að vinna því aðalvinningurinn er 100 þúsund Vildarpunktar Icelandair. Bylgjan mun einnig verða með í leiknum og spyrja daglegra spurninga í viku þar sem hægt er að vinna eldsneytisúttektir hjá Olís.Þjóðin hefur fylgst með strákunum okkar í gegnum súrt og sætt í áratugi og því eru margir sem þekkja vel sína handboltasögu. Því komust Kári og Viktor að á Olísstöðinni. Einn viðskiptavina þekkti m.a.s. afa Viktors. Enginn sló þó út tónlistarmanninn Matta Matt en síðasta svar hans kom nokkuð á óvart.

Spurningaleikinn, OLÍS-KVIZZ EM2020, er að finna á olis.isÞessi kynning er unnin í samstarfi við Olís.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.