Fótbolti

Breiða­blik selur fimmtán ára Kristian til Ajax

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristian ásamt föður sínum og umboðsmanninum Bjarka Gunnlaugssyni.
Kristian ásamt föður sínum og umboðsmanninum Bjarka Gunnlaugssyni. mynd/heimasíða Ajax

Kristian Nökkvi Hlynsson er genginn í raðir hollenska stórliðsins Ajax en þetta var staðfest í dag.

Samningur Kristians við félagið er til tveggja og hálfs árs en hann lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik á síðasta ári.

Kristian er einungis fimmtán ára gamall en verður sextán ára síðar í mánuðinum.





Bróðir Kristians er Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður bikarmeistara Víkinga, og faðir hans er Hlynur Eiríksson, knattspyrnuþjálfari, en hann hefur m. a. þjálfað kvennalið Blika.

Kristian mun fyrst um sinn æfa með U16-liði félagsins en hann á að baki átta yngri landsliðsleiki. Í þeim hefur hann skorað tvö mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×