Lífið

Ólafur Ragnar klikkaði ekki á afmælisdegi Dorritar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dorrit varð sjötug í gær.
Dorrit varð sjötug í gær.

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, kom eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff á óvart í gær á afmælisdegi hennar.

Hann birtir mynd af kræsingum sem eiginkonan fékk daginn sem hún varð sjötug.

Um var að ræða girnilega súkkulaðiköku, fallegan blómvönd og rauðvínsflösku með sérstökum miða á þar sem sjá mátti falleg skilaboð til Dorrit og mynd af henni.

Dorrit og Ólafur gengu í hjónaband 14. maí 2003. Þau höfðu verið trúlofuð frá árinu 2000. Forsetahjónin voru gefin saman á afmælisdegi Ólafs Ragnars.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.