Lífið

Jói og Lóa keppast um að ná besta viðtalinu við rapparann Birni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jóhann Kristófer og Lóa Björk byrja í kvöld með sjónvarpsþáttinn Tala saman á Stöð 2.
Jóhann Kristófer og Lóa Björk byrja í kvöld með sjónvarpsþáttinn Tala saman á Stöð 2. Stöð2

Jóhann Kristófer og Lóa Björk hafa síðasta ár slegið í gegn með útvarpsþættinum Tala saman á Útvarp 101. Í kvöld færa þau sig yfir í sjónvarpið og er fyrsti þátturinn þeirra á dagskrá Stöðvar tvö klukkan 19.10. 

Útvarpsþátturinn Tala saman er skemmtiþáttur þar sem fjallað er um poppkúltúr og menningu. Sjónvarpsþátturinn Tala saman tekur þetta svo á næsta stig. 

Með miklum eldmóð og metnaði setja Jói og Lóa sér nú það markmið að gera besta sjónvarpsþátt í heimi. Til að ná markmiðum sínum fá þau til sín reynslubolta úr faginu til að læra af og þiggja góð ráð. Meðal annars verður horft á klippur úr sjónvarpssögu okkar Íslendinga.

Þau ætla síðan að senda lokaþáttinn út í beinni útsendingu en stóra spurningin er hvort þeim takist ætlunarverk sitt með allan þennan lærdóm í farteskinu og viljann að vopni.

Klippa: Tala saman - Svona á að taka bestu viðtölin

Hér fyrir ofan má finna brot úr þættinum, en þar taka Lóa Björk og Jóhann Kristófer bæði viðtal við rapparann Birni og keppast þau um að ná betra viðtali. 

Þau skoða klippur af þeim bestu, Jóni Ársæli, Sirrý og fleirum og fá Gísla Martein og Evu Laufey til aðstoðar. Lóa fer Jóns Ársæls leiðina en Jóhann fer á djúpar listrænar slóðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×