Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 14:26 Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertra aðgerða en ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að fyrirkomulag um skimun á landamærum verði óbreytt. Í morgun var greint frá því að sautján innanlandssmit og þrjú smit á landamærum hafi greinst síðasta sólarhringinn. Fleiri innanlandssmit hafa ekki greinst hér á landi í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. „Já, þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi en að einhverju leiti viðbúin því við sjáum bara á heimsvísu að faraldurinn er í vexti um heim allan,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segist vona að fólk átti sig á því hve mikilvægt sé að fylgja sóttvarnarreglum sem tóku gildi fyrir rúmri viku síðan. Árangurinn muni hins vegar ekki sjást strax, en talað er um að um tvær vikur þurfi til að sjá árangur aðgerðanna. Hún vonist þó til að þær beri tilsettan árangur. „Ég held að við séum öll að átta okkur á því að það er mjög mikilvægt að virða þessar reglur sem hafa verið settar, um tveggja metra regluna, hundrað manna hámark og að fólk viðhafi ítrustu sóttvarnarráðstafanir sín á milli.“ Er hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk og það er það sem við höfum verið að gera allan þennan faraldur, frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk, að vega og meta valkosti,“ segir Katrín. Vel geti verið að til þess komi að boða þurfi hertar aðgerðir en mikilvægt sé að ekki sé gengið lengra hverju sinni en þörf er á. „Við munum vera í þeim aðstæðum að þurfa að herða og slaka aðgerðum á næstu mánuðum og jafnvel misserum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kórónuveirusmit hjá Samgöngustofu Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 7. ágúst 2020 13:41 Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertra aðgerða en ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að fyrirkomulag um skimun á landamærum verði óbreytt. Í morgun var greint frá því að sautján innanlandssmit og þrjú smit á landamærum hafi greinst síðasta sólarhringinn. Fleiri innanlandssmit hafa ekki greinst hér á landi í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. „Já, þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi en að einhverju leiti viðbúin því við sjáum bara á heimsvísu að faraldurinn er í vexti um heim allan,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segist vona að fólk átti sig á því hve mikilvægt sé að fylgja sóttvarnarreglum sem tóku gildi fyrir rúmri viku síðan. Árangurinn muni hins vegar ekki sjást strax, en talað er um að um tvær vikur þurfi til að sjá árangur aðgerðanna. Hún vonist þó til að þær beri tilsettan árangur. „Ég held að við séum öll að átta okkur á því að það er mjög mikilvægt að virða þessar reglur sem hafa verið settar, um tveggja metra regluna, hundrað manna hámark og að fólk viðhafi ítrustu sóttvarnarráðstafanir sín á milli.“ Er hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk og það er það sem við höfum verið að gera allan þennan faraldur, frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk, að vega og meta valkosti,“ segir Katrín. Vel geti verið að til þess komi að boða þurfi hertar aðgerðir en mikilvægt sé að ekki sé gengið lengra hverju sinni en þörf er á. „Við munum vera í þeim aðstæðum að þurfa að herða og slaka aðgerðum á næstu mánuðum og jafnvel misserum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kórónuveirusmit hjá Samgöngustofu Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 7. ágúst 2020 13:41 Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Kórónuveirusmit hjá Samgöngustofu Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 7. ágúst 2020 13:41
Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09
Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40