Lífið

Siggi ætlaði ekki að leyfa Evu Ruzu að komast upp með að ljúga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva Ruza slær oft á létta strengi á samfélagsmiðlum. 
Eva Ruza slær oft á létta strengi á samfélagsmiðlum. 

Eva Ruza Miljevic hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og starfar í dag sem blómasali, veislustjóri og kynnir og er að byrjaði með sinn eigin sjónvarpsþátt í vetur.

Hún er gift Sigurði Þór Þórssyni og hafa þau verið saman í um tuttugu ár og saman eignuðust þau tvíbura árið 2009.

Eva slær oft á létta strengi á samfélagsmiðlum og fær Sigurður stundum að kenna á því.

Í morgun deildi Eva myndbandi á Facebook þar sem hún þóttist vera að ræða við vinkonur sínar með frammyndavélinni í símanum sínum. Í raun var hún að þykjast og var kveikt á aðalmyndavél síman sem var beint að Sigurði sem var hins rólegasti í tölvunni.

Eva laug því að hún tæki nú geymslu þeirra hjóna í gegn í hverri einustu viku og alltaf á mánudögum. Þetta þótti Sigurði ekki fyndið, þar sem Eva Ruza hefur aldrei komið nálægt geymslunni og hvað þá að hreinsa til í geymslunni.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega myndband.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.